Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 138
Múlaþing draga til stafs m.m., og er ekki vitað til að Hjálmar nyti annarrar menntunar. (Sjá Bólu-Hjálmarssögu e. Símon Dalaskáld og Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, útg. 1911). En þau Steinvör og Jóhann bjuggu nú um hríð á Dálksstöðum, og rétt rúmu ári seinna hinn 16. júní fæddist dóttir þeirra sem skírð var Lilja. Þá var Steinvör um tvítugsaldur, en Jóhann 35 ára. Nokkru síðar, en nákvæmar heimildir skortir hvenær, fluttust þau á burt þaðan, að Keflavík í Fjörðum norður, eru búandi hjón þar árið 1813, en einhverra hluta vegna undi Steinvör ekki þar eða hjónabandið slitnaði, og er hún komin aftur á fyrri slóðir við Eyjafjörð tveim árum síðar og er þá vinnukona í Litlagerði í Laufássókn, en árið eftir í Nesi, en Jóhann býr þá í Keflavík með ráðskonu og ungri dóttur. Virðist sem þau hjónin hafí eftir þetta slitið samvistir að fullu. Nokkm síðar er Lilja dóttir þeima komin í fóstur vestan Ijarðar, að Tréstöðum í Glæsibæjarsókn þar sem hún var næstu 4- 5 árin, en komin er hún að Keflavík til föður síns um 1820 og fermdist hjá honum árið 1824 með ágætum vitnisburði. Hún fór á fomar slóðir við Eyjafjörð tveim ámm síðar, og skömmu síðar mun Jóhann faðir hennar hafa farið frá Keflavík til Eyjafjarðar á ný, og kemur hann ekki meira við sögu. En Lilja fetaði braut vinnukonunnar og fór aftur í Fjörður og /eða Flateyjardal vorið 1832 þar sem hún dvaldi næstu ár, og koma þessir bæir við sögu: Kussungsstaðir; Eyri, Kaðalstaðir. Hún átti bam á Kaðalstöðum hinn 12. október 1834, og var bamið skírt Guðrún. Faðir þess var Þórður Þórðarson vinnumaður í Botni. Bamið lést 11 daga gamalt, og faðirinn, sem líklega var sunnlenskur, hvarf á braut vorið 1836 að Holti undir Eyjaíjöllum, og er mér ekkert frekar kunnugt um hann. Eftir það var tíðindalaust með vinnukonuna að ég ætla, hún kom að Sigluvík frá Brettingsstöðum árið 1844 en fór þaðan að Litlutjömum í Ljósavatnsskarði, og næstu árin dvaldi hún á bæjum þar um slóðir, s.s. Krossi og Máskoti, en fór þaðan að Þverá í Laxárdal 1861. Þaðan fór hún á ný í Fjörðu og Flateyjardal, og var hjú í Neðribæ 1863-4, en húskona í Krosshúsum árið 1865. Austur í Múlasýslur Árið 1820 fór Steinvör frá Halllandi við Eyjaíjörð austur á Fljótsdalshérað, vinnu- kona að Skriðu, og árið eftir kom Sigurður bróðir hennar frá Víðigerði í Eyjafirði að Kirkjubæ, þar sem þau systkinin voru samtíða um hríð, en síðan í Hlíðarhúsum í Hlíð. Árið 1825 gekk Sigurður að eiga Vigdísi ísleifsdóttur (10420) frá Hlíðar- húsum og bjuggu þau um stund þar, en einnig á Hallgeirsstöðum. Þau bmgðu búi 1839 og fluttust vistráðin hjú til Jökuldals með börn sín þrjú árið 1839, hvar þau vom fram yfir 1841 a.m.k., en skömmu síðar hefur Sigurður dáið, því Vigdís er ekkja með aðra dóttur sína á Svínafelli í Hjaltastaðarþinghá á manntali 1845. Böm þeirra vom: Jómnn, átti Kjartan Jónsson hreppstjóra á Sandbrekku (10421,51) og var síðari kona hans; Guðrirn, átti Þorstein Ólafsson bónda á Engilæk (10422,3884), Sigfús, bjó á Rifi á Sléttu norður, átti Þórkötlu Jónsdóttur (10429,4917). Enn- fremur áttu þau tvö börn sem dóu ung. Steinvör var vinnukona á Eiðum árið 1828, og þar var hún samtíða fyrmefndum Guðmundi Guðmundssyni og komu þau bæði þaðan að Merki 1830. Árið eftir hafa þau sest að á Gagurstöðum hvar dóttir þeirra fæðist vorið 1832 eins og fyrr er fram komið. Þá hygg ég að Jóhann fyrrverandi maður Steinvarar hafi verið látinn, og hún því verið ekkja þegar Guðrún fæddist. 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.