Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 143
Konráðshús
meiru
Vilhjálmur Hjálmarsson
- með
að mun hafa verið 1908 sem
Ingimundur Sveinsson kom til
Mjóaíjarðar og tók myndir af húsum
Konráðs Hjálmarssonar í Brekkuþorpi.
Þær voru síðan gefnar út á sex
póstkortum. Er ekki úr vegi að rifja upp
nokkur atriði varðandi húsakost þann og
umhverfí sem myndir Ingimundar sýna.
Til glöggvunar eru myndirnar hér
tölusettar þannig:
1. Byggingarsvœðið séð að vestan.
2. Hluti svœðisins séður af sjó.
3. Konráðshús, suðurhlið.
4. Konráðshús, norðurhlið.
5. Kastali, íbúðarhús o.fl.
6. Sjóhús, bryggja o.fl.
A fyrstu myndinni sést glöggt hve byggt
hefur verið nærri sjávarmáli á bogadreginni
strandlengju þar sem heitir Brekkumöl.
Húsin eru að mestu reist á malarkambinum,
enda fast ofan við hann blaut og jarðdjúp
mýrarfit, 20-40 m breið. Þegar henni
sleppir tekur við snarbrött túnbrekkan.
Athafnamaðurinn, Konráð Hjálmarsson,
bjó þannig við landþrengsli og meiri en ella
þar sem Brekkubændur höfðu frá fomu fari
uppsátur með fylgjandi umsvifum á
Mölinni. Þinghólsbúendur vom þar einnig á
fleti fyrir.
Konráðshús, verslunar- og íbúðarhús,
var byggt 1883. Það brann til kaldra kola
1896. Árið eftir, 1897, var byggt það hús
sem myndir Ingimundar Sveinssonar sýna.
1 gögnum fasteignamatsnefndar Suður-
Múlasýslu 1916-18, minnisbók, er greind
stærð hússins þannig:
„31x14x7 r x6 kjallari“ (álnir).
I skýrslu nefndarinnar segir m.a.: „Á
lóð þeirri, sem fylgir grasbýli þess (Kastala)
stendur verslunar- og íbúðarhús. í því er
rekin verslun en ekki búið í því síðan
eigandinn, Konráð Hjálmarsson kaupm.,
flutti til Norðijarðar (1912). Húsið hefir
skemmst og fúnað hin síðustu ár“.
Konráðshús var tekið ofan sumarið
1918. Viðir voru seldir til Fáskrúðsfjarðar
og byggt úr þeim þar (Valhöll).
Innréttingar úr búðinni keyptu
„Imslands erfingjar“ á Seyðisfirði.
Eru þær enn óhreyfðar, hafa nýst
mörgum verslunum, seinast „Ríkinu“, enda
afar vandaðar.
Konráðshús var nefnt svo frá byrjun.
Það stóð á malarkambinum út og niður frá
Brekku. Umhverfi þess var mjög snyrtilegt.
Að sunnan eggslétt og „hörð“ grasflöt sem
vönduð viðarvörn skildi frá íjörumölinni.
Að vestan var áþekk grasflöt nema
klofin að hluta af skúr og undir honum og
141