Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 147
Konráðshús - með meiru
6. mynd. Fiskreitir, stakkstœði og bátar sem notaðir voru til flskiþvotta. Bryggjan og sjóhúsin.
Ljósmyndari: Ingimundur Sveinsson 1908. Póstkort í eigu Vilhjálms Hjálmarssonar.
Þar var gengið út á svalir sem höfðu stoð
af forstofunni.
Á suðurhlið voru tveir kvistir. Svefn-
herbergi hjóna á austurkvisti, gesta á þeim
vestari. Til hliðar við ganginn voru fjögur
herbergi með gluggum á stöfnum. I
suðvestur horni var svefnherbergi Jóns
Konráðssonar, Sigfríðar Konráðsdóttur í
suðaustur homi og gegnt henni Rannveigar
Hákonardóttur Espólín, tengdamóður
Konráðs.
Tveir rninni kvistir voru á norðurhlið og
herbergi vinnustúlkna á þeim austari.
Vesturhluti norðurloftsins var nýttur sem
vörugeymsla. I norðurskúrnum var loft. Þar
hafði heimasætan Sigfríður leikherbergi
fram að fermingu - snyrtilegt, allt í röð og
reglu, sögðu þeir sem sáu.
Kjallari. - Hann var minni en ætla mætti
eftir stærð hússins. En veggir hans voru
mjög þykkir, hlaðnir úr ótilhöggnu grjóti,
steinlímdir.
Þeir munu haf náð rösklega meter upp úr
jörð að sunnan, sléttaðir að utan og málaðir
í dökkum lit. Vörur voru geymdar í
kjallaranum, væntanlega þær grófari og
þyngri.
Hermann Vilhjálmsson sagði að Konráð
hefði látið mála hús sín í gulum lit með
hvíta karma og dökk þök. Búðin smekklega
máluð, innréttingar vandaðar, vörur í hillum
og skúffum og líka hengdar upp.
Búðarskúrinn óþiljaður innan og þó
snyrtilegur.
Bátar Konráðs voru málaðir í sömu
litum og húsin, dökkir í botninn (tjara), gult
og hvítt fyrir ofan sjólínu.
Nú verður vikið að öðrum húsum
Konráðs Hjálmarssonar á Mjóafirði.
Á þriðju mynd sést afstaða Konráðshúss
til næstu húsa vestar og til býlisins Brekku
ofar til vinstri.
Til gamans má geta þess að Sigfríður
heimasæta stendur í forstofudyrunum.
145