Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 155
Hvaðan er Mekkínarnafnið komið?
Mekkín Valgerður Eiríksdóttir móðursystir
greinarhöfundar. Eigandi myndar: Ljós-
myndasafn Austurlands.
systur sinni, sem hafi líklega orðið skamm-
líf. Allt eru þetta þó getgátur.
Um manntalið 1703
Til er ritgerð sem heitir „Nöfn íslendinga
1703“ eftir Ólaf Lárusson prófessor.5 Hefur
hann unnið úr manntalinu og birt tíðni
nafnanna sem þar koma fyrir. Þar segir að
Qórar Mekkínar séu í landinu 1703, tvær í
Norður-Múlasýslu og tvær í Suður-Múla-
sýslu. Þetta styður sögnina um uppruna
nafnsins, og að það hafi ekki borist hingað
fyrr en á 17. öld. Aðeins einnar af þessum
fjórum Mekkínum er getið í Ættum
Austfirðinga, en nú skal gerð grein fyrir
þeim:
1. Mekkín Arnadóttir er skráð meðal
förufólks í Fljótsdal, 16 ára að aldri. Engin
ættfærsla fýlgir þessu förufólki, en geta má
sér til um foreldra hennar. Á hjáleigunni
Valgerður Mekkín Eiríksdótttir móðir
greinarhöfundar. Eigandi myndar: Ljós-
mvndasafn Austurlands.
Hantó á Skriðuklaustri búa þá hjónin Ámi
Þorsteinsson, 39 ára, og Margrét Konráðs-
dóttir, 40 ára, með bömum sínum tveimur, 9
og eins árs. Neðan við er ritað: „En tvö á
sveitarstyrk." Það munu vera Mekkín
áðumefnd og Brandur, 11 ára.
2. Mekkín Guðmundsdóttir, 15 ára
stúlka á Giljum á Jökuldal. Foreldrar
hennar em Guðmundur Sveinsson, 52 ára
og kona hans, Gunnhildur Eiríksdóttir, 52
ára. Þau eiga sex börn. Báðar þessar
Mekkínar em á svipuðum aldri og stutt
milli heimila þeirra, svo þær gætu vel hafa
heitið eftir sömu konunni.
3. Mekkín Jónsdóttir á Skorrastað í
Norðfírði. Hún er 51 árs gömul, fædd 1652,
og er því sennilega meðal þeirra fyrstu sem
bám þetta nafn. Ekki er vitað um foreldra
hennar eða uppruna, en hún var vinnukona
hjá séra Torfa Bergssyni þetta ár.
153