Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 156
Múlaþing
Mekkín Ólafsdóttir skvggna (1818-1901) á Egils-
stöðum í Fljótsdal. Eigandi myndar: Ljósmynda-
safn Austurlands. Vigfús Sigurðsson teiknaði,
líklega eftir Ijósmynd.
4. Mekkín Snjólfsdóttir, 11 ára, dóttir
hjónanna séra Snjólfs Björnssonar (52 ára)
og Ulfheiðar Guðmundsdóttur (54 ára) í
Stöð í Stöðvarfírði. Þau eiga fímm böm og
er Mekkín yngst þeirra. Svo einkennilega
vill til að ekki er vitað um ætt séra Snjólfs,
nema af líkum (Æ.Au. bls. 1297). Hann
hefur verið talinn sonur Bjöms Hermanns-
sonar á Bemnesi, eins og áður kom fram,
mest vegna Mekkínamafnsins sem er á
báðum þessum bæjum. Ulflieiður var dóttir
séra Guðmundar Guðmundssonar á Hofi í
Álftafirði, en þar var Snjólfur fyrst aðstoð-
arprestur, og síðan prestur í Stöð 1680-
1724.
Þá er eftir ein kona, sem ekki komst í
manntalið 1703, það er:
5. Mekkín Björnsdóttir á Berunesi við
Berufjörð, sem fyrr var getið. Um uppmna
hennar eða ævi er annars ekki vitað, en
líklegt að hún sé fædd rétt fyrir 1650 og
sennilega látin fyrir 1692, þegar nafna
hennar í Stöð var skírð.
Auk þeirra Mekkína sem hér voru taldar
er kunnugt um tvær aðrar konur með þessu
nafni á 18. öldinni.
6. Mekkín Björnsdóttir, fædd skömmu
eftir 1700. í Æ. Au. er hún talin dóttir
Bjöms Jónssonar í Krosshjáleigu á Beru-
fjarðarströnd, sem þar var tvítugur í
manntali 1703. Ekki er kunnugt um móður
hennar eða æviferil.
7. Mekkín Einarsdóttir á Skeggjastöðum
í Fellum, fædd í Heiðarseli 1747, dóttir
Einars Arasonar á Birnufelli og Guðríðar
Runólfsdóttur prests á Skorrastað. Þau
bjuggu fyrst að Birnufelli, svo í Heiðarseli í
Tungu og loks á Skeggjastöðum á Jökuldal.
Þar drukknaði Einar í Jökulsá 1753 eða
1754. Mekkín giftist Jóni Oddssyni bónda á
Skeggjastöðum í Fellum. Sonur þeirra var
Oddur, er átti Ingunni skyggnu úr Hellis-
firði. [Dóttir þeirra var Guðrún fóstra
Sigfúsar þjóðsagnameistara og hennar
dóttir Mekkín Olafsdóttir hin skyggna á
Egilsstöðum.] Frá þeim em komnar Mekk-
ínar í Fellum, Fljótsdal og Kanada.
í manntalinu 1801 er getið um 5 konur
með Mekkínarnafni, sem allar eiga heima
í Múlasýslum. Þær eru: Mekkín
Bjarnadóttir, 39 ára, Kirkjubóli í
Hólmasókn (Vöðlavík) (nr. 8 hér að
neðan); Mekkín Bjarnadóttir, 5 ára,
Miðbæ í Norðfirði (nr. 9); Mekkín
Einarsdóttir, 55 ára, Skeggjastöðum í
Fellum (nr.7), Mekkín Einarsdóttir, 8 ára,
Hrafnsgerði, Fellum (nr. 13) og Mekkín
Sigfúsdóttir, Reyðarfjarðarkauptúni (nr.
12) 6
154