Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 157
Hvaðan er Mekkínarnafnið komið?
Mekkínarnafn á 19. öld
Manntalið 18167 er að því leyti full-
komnara en hitt frá 1703, að þar er
fæðingarstaðar einnig getið og því fremur
hægt að átt sig á uppruna fólksins. í því hef
ég aðeins fundið íjórar Mekkínar í Múla-
sýslum, svo að nafnið er þá enn sjaldgæft.
Fimmta konan með þessu nafni er þó líka í
manntalinu, þ.e. Mekkín Sigfúsdóttir,
búsett á Húsavík í Þingeyjarsýslu.
8. Mekkín Bjarnadóttir, 43 ára, hús-
freyja að Karlsskála í Reyðarfírði, fædd á
Hólum í Norðfirði, gift Pétri Péturssyni 51
árs, sem var fæddur á Svínaskála. Þau
bjuggu áður á Kirkjubóli í Vöðlavík og þar
eru böm þcirra fædd. Af þeim em komnar
margar konur sem báru Mekkínarnafn.
Olafur sonur þeirra var maður Mekkínar
Erlendsdóttur í Hellisfirði.
9. Mekkin Bjarnadóttir, vinnukona í
Skuggahlíð í Norðfírði, er um tvítugt 1816,
fædd í Grænanesi. Samkvæmt Æ.Au. er
hún dóttir hjónanna Bjama Jónssonar og
Margrétar Gísladóttur í Miðbæ í Norðfírði.
Þau bjuggu i Miðbæ 1802 og eiga þá tvær
dætur. Ekki er fleira kunnugt um ævi
þessarar Mekkínar.
10. Mekkín Erlendsdóttir, 9 ára, í
Hellisfírði. Foreldrar Erlendur Ámason frá
Grænanesi og Ólöf Jónsdóttir frá Skeggja-
stöðum í Fellum. (Heitir hún eftir Mekkínu
Bjarnadóttur ömmu sinni á Karlsskála).
Mekkín átti fyrst Ólaf Pétursson frá
Karlsskála. Þeirra böm vom: Ólöf á Þvottá,
Guðríður í Múla, Gunnhildur á Sveins-
stöðum og Viðfirði, Guðný á Tandrastöðum
og Mekkín, er dó uppkomin. Sonur þeirra
hét Erlendur. Þrjár af dætrum þeirra létu
heita Mekkínarnafni. Mekkín andaðist
háöldruð að Hlíð í Lóni. Með henni tengist
Mekkínarnafnið Hellisljarðarætt sérstak-
lega.
Mekkín Ólafsdóttir Klúka í Fljótsdai sonardóttir
Mekkínar skyggnu. Eigandi myndar: Ljósmynda-
safn Austurlands.
11. Mekkín Gissurardóttir, 7 ára, á
Þorbrandsstöðum i Vopnafirði, fædd í
Krossavík. Móðir hennar var Sigríður
Bjarnadóttir frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá,
sem átti hana utan hjónabands, en faðir
Gissur Gissurarson frá Vatnsdalsgerði,
Vopnafirði. Mekkín giftist 1833, Jóni
Sigfússyni á Þorbrandsstöðum. Þau búa þar
1845 og eiga tvö böm.
12. Mekkín Sigfúsdóttir, fædd 1778 í
Bakkagerði í Reyðarfirði. Foreldrar: Sigfús
Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Hún ólst upp
í fátækt hjá vandalausum, en mun hafa
verið gjörvileg stúlka. Var á Eskifirði og
eignaðist þar stúlkubam, Jóhönnu Mariu,
með Óla Möller verslunarmanni. Siðar
giftist hún Jóhanni H. Biering beyki og
fluttist með honum til Húsavíkur um
aldamótin 1800. Jakobína dóttir þeirra átti
Jóhannes Halldórsson á Þverá í Reykja-
hverfi. Meðal barna þeirra vom Mekkín og
Hildur, og með afkomendum þeirra fluttist
nafnið í Eyjafjörð.
155