Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 158
Múlaþing
Mekkín Kjartansdóttir frá Glúmsstöðum afkom- Mekkín Arnadóttir, Norðfirði. Eigandi myndar:
andi Mekkinar skyggnu í 4. lið. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Bjarki Sigurðsson.
Ein austfirsk Mekkín hefur orðið
útundan í manntalinu 1816, en það er:
13. Mekkín Einarsdóttir, sem átti Jón
yngri, bónda á Hrafnabjörgum í Hlíð,
Magnússon, en voru þau bræðraböm. Þau
búa þar 1845, og er Mekkín þá 52 ára. Faðir
hennar var Einar Jónsson, f. 1787 og
kvæntist Björgu Jónsdóttur frá Hallfreðar-
stöðum, Jónssonar í Bót. Þau fluttust að
Hrafnsgerði 1789. Dóttir þeirra var Mekkín,
er átti Guðmund Guðmundsson frá
Hrærekslæk, Asgrímssonar. Þau fluttu til
Ameríku.
A 19. öldinni varð Mekkínarnafnið al-
gengast og útbreiddast. Þá hafði það tengst
vissum ættum og þá var enn ríkjandi sá
siður að skíra böm eftir öfum og ömmum
eða öðm nánu skyldfólki. Auk þeirra sem
hér vom taldar hef ég fundið 27 konur með
þessu nafni sem uppi vom á 19. öld og set
hér skrá yfír þær:
14. Mekkin Arnadóttir, f. á Bleiksá í
Eskifírði 22. júní 1877. Átti siðar heinra á
Norðfirði.
15. Mekkín Jónsdóttir Beck, f. 1883 á
Vöðlum í Vöðlavík. Bjó á Sómastöðum,
gift Hans J. Beck.
16. Mekkín Guðfinna Bjarnadóttir,
Hlíðarenda, Eskifírði, f. 6. maí 1881 á
Veturhúsum, Eskifirði.
17. Mekkín Bjarnadóttir frá Hellisfirði,
22. ára 1845.
nafnalykli Bjöms Magnússonar að
manntali á Islandi 1845 8 kemur fram að
11 konur, sem þar em skráðar, bera
Mekkínarnafn; allar búsettar á Austur-
landi. Auk þess er skráð ein Mekkína í
Þingeyjarsýslu. Fjórar þeirra hafa þegar
verið taldar, þ.e. Mekkín Bjarnadóttir
(nr.6), Mekkín Einarsdóttir (nr. 13),
Mekkín Erlendsdóttir (nr. 10) og Mekkín
Gissurardóttir (nr. 11). í grein „Um
mannaheiti á íslandi árið 1855“ 9 em 5
Mekkínar skráðar í hvorri Múlasýslu, en
ekki annarsstaðar
156