Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 17

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 17
HEILSUVERND 77 en vökuvenjurnar móta allmikið svefnöndunina. Er því nauðsynlegt, að þær séu sæmilega rétt myndaðar. Lítum nánara á svefnöndunina. Við virðum fyrir okkur heilbrigt, sofandi barn. Það er hvíld. Er þá hvíldin kyrrð? Nei, langt frá því. I líkamanum er mikil hreyfing. Við tök- um sængurfötin ofan af barninu (ef það hefir ekki þegar sparkað þeim af sér). Við sjáum, hvernig brjósthol og kviðarhol þenst út og stækkar verulega með mjög eindreg- inni hreyfingu. Ekki er henni lokið fyrr en önnur hreyfing hefst þegar. Líkaminn slakar á takinu, loftið sem inn hefir verið dregið, streymir út aftur jafnt og þétt. Þegar út- streyminu er lokið, verður ekkert hlé, heldur byrja vöðva- tökin aftur að soga loftið inn. Og við dáumst að þessari elju, að nota hvert augna'blik til starfs. Þessi rösklega, stöðuga athöfn, er sem ímynd iðjuseminnar. Heiibrigður svefn er sannarlega annasamt starf. Við virðum barnið betur fyrir okkur. Það er greinileg bylgjuhreyfing utan á hálsinum, háttbundin, og yfir henni er fjörlegur þokki. Og nú er okkur enn ljósari en áður hin mikla innri hreyfing barnsins. Blóðið streymir með léttum hraða um æðarnar, knúið átaki hjartans. Þetta átak verður auðveldara og áhrifameira, ef lungun fá að fyllast vel af lofti og hæfilega hratt. En einhvers staðar hefi ég lesið, að hver hluti hjartans erfiði einn þriðja úr ævi mannsins, en hvíli sig að mestu tvo þriðju ævinnar, og svara þessi vinnu- og hvíldaraugnablik þá til 8 stunda vinnudags hjartans. Ekki þarf þá að vorkenna hjartanu þetta „hvíldar- lausa“ starf í vöku og svefni. En fulla -samúð skulum við þó sýna starfsemi hjartans. Kaldrifjaðir eru þeir menn, sem breyta við hjarta sitt eins og grimmur villimaður við réttlausan óvin. Hjartanu ber heiður og virðing fyrir sitt mikilvæga og vökula starf. Það á fullan rétt á að starfa létt og rösklega og að hreyfingin sé ekki tafin eða ofþyngd m. a. af grunnum andardrætti. Nú 'hugsum við okkur andstæðu heilbrigða barnsins sof- andi, t. d. holdugan reykjara, sem situr í klessu í hæginda-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.