Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 22

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 22
82 HEILSUVERND bata, svo framarlega að ekki hafi verið komnar skemmdir í liðamótin eða umlykjandi vefi. Þegar liðagigtin er komin á hátt stig, liðamótin kreppt og stí'f með miklum bólgum eða kalkmyndunum, er oftast hægt að færa sjúklingum nokkurn bata. Má jafnan eyða bólgum og þrautum og gera liðamótin hreyfanleg að ein- hverju leyti. Venjulega er haldið, að þegar liðamót verða óhreyfanleg^, stafi það af kal'kmyndun. En reynslan hefir kennt mér, að svo er ekki ætíð. heldur stafar óhreyfan- leikinn oft af sársaukanum, sem öllum hreyfingum fylgja, svo að liðamótin verða hreyfanleg, þegar þrautirnar hverfa. Sjúklingar með liðagigt á háu stigi geta þannig allflestir fengið mikla og varanlega bót með einföldum, náttúrlegum aðferðum. En því miður eru þeir alltof margir, sem vilja ekki hlusta á þau ráð eða fara eftir þeim. Svo er fyrir að þakka, að minna er talað um lyfið cortisone nú en um skeið, því að það var ekki annað en hættuleg aðferð til þess að draga úr þeim þjáningum, sem liðagigt fylgja. Hér að framan hefir verið talað um hina algengustu mynd liðagigtar. Orsakir hennar eru í stórum dráttum hinar sömu og raktar eru hér á undan í sambandi við gigt. Og meðferðin er einnig að miklu leyti hin sama. Liðagigt á byrjunarstigi læknast fljótt og vel með náttúrlegum ráð- l--------------------------------------------------------- MIKIL VERÐLÆKKUN Á BÓKUM N. L. F. I- Fyrst um sinn verða rit N.L.F.I. sekl með þessu verði (upphaflega verðið innan sviga): Heilsan sigrar 3 kr. (4). — Lifandi fæða 20 kr. (28). — Mataræði og heilsufar 10 kr. (15). — Matur og megin 15 kr. (16). — Menningarplágan mikla, ób. 10 kr. (17), ib. 15 kr. (25), í skinnb. 20 kr. (46). — N'ýjar leiðir II 12 kr. (22). — Sjúkum sagt til vegar 10 kr. (15). — Úr viðjum sjúkdóm- anna, ib. 10 kr. (20). — Heilsuvernd frá byrjun (7 árgangar) 80 kr. (125). — Matreiðsluibókin kostar kr. 20. — Bækurnar verða sendar burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun. J

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.