Heilsuvernd - 01.09.1953, Side 24

Heilsuvernd - 01.09.1953, Side 24
HEILSUVERND Lennart Edren, tannlœknir: Tíu ráð til verndar tönnum. 1. Ósoðin mjólkur- og jurtafæða flytur líkamanum — og þar með tönnunum — öll nauðsynleg næringarefni og er fullnægjandi vörn gegn tannskemmdum. Að minnsta kosti 60—70% af daglegu fæði ætti að borða ósoðið, og helzt meira. Hráfæðið útheimtir mikla tyggingu og stæl- ir því tennur og kjálka og örvar starfsemi munnvatnskirtl- anna. Þessvegna ætti heldur ekki að nota rifjárn eða vélar að staðaldri til að smækka grænmetið. Hráfæðið er trygg- ing fyrir því, að tennurnar fái nægilegt kalk, fosfór, fjör- efni og önnur nauðsynleg næringarefni, í réttri mynd og réttum hlutföllum. 2. Varizt of mikla tilbreytni í mat. Það er óþarfi — og skaðlegt, jafnvel þótt um hráfæði sé að ræða — að blanda saman einum 10—20 fæðutegundum í hverri máltíð. Af því vill leiða meltingaróhægð og loftmyndun í þörmum. Bezt að borða aðeins fáar tegundir í hvert sinn. 3. Vatnsdrykkja að morgni dags og milli máltíða er nauðsynlegur þáttur í verndun tannanna, sem og verndun heilsunnar yfirleitt. 4. Hófsemi í neyzlu eggjahvitu og brauðs. Of mikil eggjahvita er líkamanum skaðleg, og af ofneyzlu brauðs eða grauta myndast sýrur í munni og tannsteinn, sem skemmir tannholdið og tennurnar sjálfar. Sérstaklega ber að forðast allt brauð og kökur úr hvítu hveiti. Bezt að brauðið sé sem grófast. 5. Forðizt sœlgæti, sykur og sætar kökur sem verstu óvini tannanna. 6. Reglulegar máltíðir og helzt ekki fleiri en tvær á dag. Börn og þungaðar konur þurfa þó að borða oftar. 7. Hreyfing er nauðsynlegur þáttur í verndun heils-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.