Heilsuvernd - 01.09.1953, Side 25
HEILSUVERND
85
unnar yfir höfuð. Dagleg hreyfing undir beru lofti eykur
matarlyst og útgufun gegnum húð og þar með vökvaskipti
líkamans.
8. Tannburstun er ekki nauðsynleg þeim, sem lifa ein-
vörðungu á hráfæði, og þá tel ég tannhreinsunarefni bein-
línis skaðleg, af því að þau trufla eðlilegan gerlagróður í
munni. En borði menn soðinn mat, og sérstaklega ef borðuð
eru sætindi, kökur eða fínt brauð, er nauðsynlegt að bursta
tennurnar undir eins eða sem allra fyrst á eftir.
9. Tannskoðun. Hver maður ætti að fara til tannlæknis
a. m. k. einu sinni á ári, fá viðgerð á skemmdum, sem komið
hafa, eða vissu sína fyrir því, að ekkert sé að.
10. Hráar kartöflur. Ef ég væri beðinn að nefna eitt-
hvað sérstakt, sem framar öðru stuðlaði að verndun tanna,
mundi ég nefna hráar kartöflur. Þær á að borða með hýði
— vel þvegnar — því að í hýðinu er mikið af flúor, sem
er nauðsynlegur tannglerungnum. Bezt venjast menn bragð-
inu af hráum kartöflum með því að skera þær í sneiðar
ofan á gróft brauð. Þá vil ég mæla sérstaklega með hráum
lauk og vatnsdrykkju. Með því að spyrja sjúklinga mína,
hefi ég komizt að raun um, að fólk, sem lifir á venjulegu
fæði en hefir góðar tennur, drekkur jafnaðarlega mikið
vatn.
(Lauslega þýtt úr Waerlands Mánads-Magasin).
BLINDA AF VÖLDUM TÓBAKS OG ÁFENGIS.
Augnsjúkdómur, sem á læknamáli er kallaður ambliopia og lýsir
sér í vaxandi sjóndepru og að lokum algerðri og ólæknanlegri
blindu, stafar oftast af neyzlu tóbaks og áfengis. Sjóndepran á-
gerist hægt og hægt, án þess aS sjúklingurinn verði þess var,
vegna þess að þrautir eSa önnur einkenni fylgja honum ekki. —•
í Frakklandi dró mjög úr þessum sjúkdómi á stríðsárunum, vegna
þess að þá var minna neytt en áður af tóbaki og áfengi. Á síðustu
árum hefir hann aftur færzt i vöxt, og er nú tekið að bera á
honum hjá konum ,enda fer áfengisneyzla þeirra vaxandi, og í
reykingum eru þær nú orðið ckki eftirbátar karla.
(Vie et Santé).