Heilsuvernd - 01.09.1953, Side 32
HEILSUVERND
Hárþvotto- og hárlitunarefni varasöm.
Fyrir fáum árum komst franska kvenþjóðin í uppnám,
er það vitnaðist, að kona ein i París hafði látizt að afstöðn-
um hárþvotti, en í hárþvottaefninu, sem hún notaði, var
eiturefni, sem kallað er kolefnistetraklórið. Nokkru síðar
var gefin út reglugerð, sem bannaði sölu hárþvotta- og hár-
litunarefna, sem innihalda þetta efni og nokkur önnur til-
greind eiturefni. Sérstaklega munu það þó vera hárlitunar-
efnin, sem hætta stafar af.
Frá 'þessu er sagt í franska tímaritinu Vie et Santé, sem
jafnframt leggur konum eftirfarandi ráð til að komast að
raun um, hvort þeim stafi hætta af þeim hárþvotta- eða
litunarefnum, sem þær ætla að nota.
Húðin á bak við eyrað, rétt við hársvörðinn, er hreinsuð
með vínanda eða eter, og síðan er nokkrum dropum af
efninu borið á blett, sem er 2—3 cm á hvern veg, látið
þorna og ekki þvegið af fyrr en að einum eða tveimur
sólarhringum liðnum. Sýni húðin einhvern þrota á þessum
stað, ætti konan ekki að nota efnið til þvottar eða litunar.
— Að sjálfsögðu er hættan af þessum efnum enn meiri,
ef fleiður eða sár eru í húð eða hársverði.
VARIZT.
Varizt að borða á milli máltiða.
Varizt að borða fljótt.
Varizt að gleypa matinn hálftugginn.
Varizt að steikja matinn í feiti.
Varizt að deila við eiginmann yðar eða eiginkonu í viðurvist
barnanna.
Varizt að setja út á náungann eða tala illa um hann, svo að börn-
in heyri. Börn taka betur eftir en flesta grunar, og þau eru vís
til að endurtaka það, sem þau heyra, þegar verst gegnir.
Varizt að leita ávirðinga og galla hjá náunganum. Leitið að því
góða i fari hvers manns. Reyndu að þekkja sjálfan þig og uppræta
þína galla. (H. C.).