Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 33

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 33
HEILSUVERND Eru jurtaætur þolnari en kjötætur? Skömmu eftir síðustu aldamót var í Berlín háð keppni í 112 km göngu. Af 22 keppendum voru 8 jurtaætur (þ. e. lifðu á jurtafæðu og mjólkurmat, en borðuðu hvorki kjöt né fisk). Öllum til stórfurðu komu 6 af jurtaætunum að marki á undan öllum hinum. Hinar tvær jurtaæturnar villtust og fóru 8 km krók, en komu eigi að síður að marki innan tilskilins tima (18 klukkustundir voru hámarks- tími), og allir voru þessir 8 keppendur vel á sig komnir að göngunni lokinni. Einni klukkustund eftir að síðasta jurtaætan kom að marki, birtist fyrsti keppandinn úr hópi kjötætanna, að niðurlotum kominn af þreytu. Allir hinir gáfust upp á leiðinni. Önnur göngukeppni fór fram nokkru síðar frá Berlín til Vínar (578 km). Keppendur voru 15, þar af 2 jurtaætur. I þetta sinn kom fyrsta kjötætan að marki 22 klukku- stundum síðar en jurtaæturnar, sem voru þó ekki þjálfaðir göngumenn, eins og flestir hinna. Úrslit þessi vöktu athygli Irvings Fishers, prófessors í Ameríku. Tók hann sér fyrir hendur að gera margskonar næringartilraunir á sér og nemendum sínum. Auk þess gerði hann m. a. samanburð á þoli 16 stúdenta við Yale- háskólann, en þeir voru allir kjötætur og þjálfaðir íþrótta- menn, og þoli 32 jurtaæta frá heilsuhæli Kelloggs í Battle Creek, og voru það fyrrverandi sjúklingar, læknar, hjúkr- unarfólk og annað starfsfólk, sem hafði lifað á jurtafæðu síðustu 4 til 20 árin, og notuðu heldur ekki te, kaffi, áfengi né tóbak. Þolkeppnin var í tvennu lagi: 1. Keppendur áttu að gera eins margar hnébeygjur og þeir gátu. 2. Þeir áttu að halda handleggjunum útréttum eins lengi og þeir gátu. — Að sjálfsögðu fengu keppendur ekki að æfa sig, áður en keppn- in fór fram.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.