Heilsuvernd - 01.09.1953, Síða 35

Heilsuvernd - 01.09.1953, Síða 35
HEILSUVERND 95 LÆKNIRINN HEFIR ORÐIÐ. Reynsla bandarískra lækna af hófdrykkju. Haven Emerson, kunnur prófessor í læknisfræði, segir: „Lækna- vísindin hafa koniizt að raun um, að áfengi er hvorki fæða né fjörgjafi, og ekki heldur aðeins skaðlegt í ofdrykkjunni. Vér höf- um sannreynt, að eins og áfengi er almennt notað, veldur það meiri kvillum og sjúkdómum, þróttleysi og dauða, en nokkur annar heilsuspillir, sem er á valdi einstaklingsins að forðast". Dr. Robert V. Selger, sálfræðingur við Johns Hopkins sjúkra- húsið, segir: „Allt of margir embættismenn, fésýslumenn og for- stjórar eru meðal þeirra, sem iðka drykkjusiðina (social drinkers). Það er sannfæring mín, byggð á reynslu minni sem geðsjúkdóma- fræðings, að þessir áfengisneytendur tízkunnar valdi meiri og margvíslegri vandræðum, heldur en allir raunverulegir áfengis- sjúklingar. Sljóvguð dómgreind veldur hluthöfum ýmissa fyrir- tækja oft milljóna dollara tapi. Hinn litli áfengisskammtur er deyfilyf, vísindalega skoðað, og getur jafnast á við morfínsprautu. Tuttugu og þriggja ára rannsókn á tveimur milljónum manna, sem liftryggðir hafa verið hjá fjörutíu og þremur tryggingafélög- um, leiddi í Ijós, að jafnvel það, sem kallað er hófdrykkja, hækkar dánartöluna upp í 180 á móti 100, eða með öðrum orðum, dánar- talan meðal áfengisneytenda er næstum helmingi hærri en lijá bindindismönnum“. — Gorti menn svo af langlífi í sambandi við áfengisneyzlu og aðra eiturlyfjanotkun, eins og títt er. Slík rök hefir aðeins vanþekking og óeinlægni á takteinum. Þá segir ennfremur í greininni, að eitt mesta áhyggjuefnið í sambandi við drykkjutízkuna, sé hinn vaxandi drykkjuskapur kvenna og unglinga. Hallup skoðanakönnun hefir sýnt, að hlut- fallslega er mest drukkið á aídrinum 21—29 ára. En áfengisneyzla þessara er þó hafin löngu fyrir. „Áfengisdrykkja er viðurkenndur siður i félagslífi margra gagnfræðaskóla. Margir foreldrar sjá enga hættu i þvi, að börn þeirri fái sér í staupinu til þess að læra að halda á glasi eins og „gentlemen““. (Úr grein eftir Pétur Sigurðsson, ritstjóra, i Tímanum 6. okt. 1951). er froðan tekin ofan af vikulega. Að þessum 6 vikum liðnum er ilátið geymt á köldum stað og breitt yfir. í stað einiberja mætti sennilega nota önnur her, svo sem ribsher. Ef einhverjir skyldu reyna þessa aðferð, eru þeir vinsamlega heðnir að skýra HEILSU- VERND frá árangrinum.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.