Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 10
HEILSUVERND Dánarminning; byggingafræðingur. 10. janúar s.l. andaðist Agúst Steingrímsson bygginga- fræðingur eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Útför hans fór fram 17. janúar að viðstöddu fjölmenni. Með Ágústi er fallinn einn af beztu sonum þessa lands. Ágúst Steingrímsson byggingafræðingur fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1911, sonur hjónanna Jónu Krist- jánsdóttur og Steingríms Jónssonar. Hann ólst upp á heimili stjúpföður síns Guðmundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra í Hafnarfirði. Ágúst stundaði nám í Flens- borgarskóla, að því loknu tók hann próf í múrsmíði. Árið 1931 fór hann til Svíþjóðar til náms í byggingarfræðum og lauk prófi þar við Tækniskóla Stokkhólmsborgar 1936. Er heim kom réðist hann í þjónustu Teiknistofu landbún- aðarins, frá byrjun ársins 1937 til 1943. Á teiknistofu Skipulagsnefndar ríkisins starfaði hann í 10 ár eða til ársins 1953, en þá setti hann á stofn eigin teiknistofu því á hann hlóðust mikil verkefni. Má í því sambandi geta um tvö stórhýsi, sem hann var þá að teikna, Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna og Heilsuhæli Náttúrulækningafé- Agúst Steingrímsson

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.