Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
21
átta manns, borðstofa og búningsherbergi. Eitthvað fylgd-
ist ég með samtalinu, því mér til mikils hugarléttis segist
pabbi, „sjálfur ætla að hafa hann Lokk hennar Krist-
mundu í taumi“. Innan stundar hljóðnaði í baðstofunni,
allir voru riðnir úr hlaði, nema mamma, sem allan guðs-
langan daginn var í önnum við matseldina frammi í eld-
húsi. Nokkru síðar kom hún inn með mat, en ég sagðist
ekki hafa lyst á honum. En sannleikurinn var, að ég gat
ekki opnað munninn til þess, og því síður lyft hendi. Hvarf
hún þá aftur til búverka, en mér tókst um leið að leyna
ástandi mínu. Um kvöldið gat ég loks sezt upp í rúminu
og lyft hendi að munni og eitthvað borðað. Var ég svo
vist sofnuð er fólkið kom heim úr skemmtiferðinni.
Morguninn eftir féll lífið aftur í sínar daglegu annir,
allir hurfu til verka, nema ég hélt til næstu vikur í rúm-
inu. Loks fór ég að geta höndlað blýantinn og draga upp
myndir sem í huganum sveimuðu, og þá liðu dagarnir
fljótar, og svo fór ég að geta fært mig í fötin og farið á
kreik.
Dag nokkurn seinna um sumarið, var öllu hrossastóðinu
smalað heim. Pabbi ætlaði að selja tryppi á markað. Hann
segir við mig: „Ætli það verði ekki réttast að þú seljir
hann Lokk þinn? Þú verður víst aldrei maður til þess að
njóta hans sjálf hvort sem er, og lítil ánægja fyrir þig
er að sjá hann alltaf undir öðrum.“ Ég játti því, því ráð
pabba voru ætíð sönn og rétt.
Var nú Lókkur minn teymdur út úr stóðinu með mark-
aðstryppunum ásamt móður sinni, Toppu. Mig langaði
að halda í tauminn á meðan hann var járnaður, en gafst
fljótt upp, því hann varð ólmur og vildi ekkert með þess
háttar samskipti hafa. Eftir dálitlar stimpingar fékk hann
samt skeifur eins og hin tryppin. Og síðan var haldið af
stað.
Ég stóð norðan undir hlöðuveggnum og horfði á eftir
hópnum inn þjóðveginn, mjallhvíti lokkurinn, sem blakti
í takt við brokk og höfuðhreyfingar folans mins, veifaði