Heilsuvernd - 01.04.1958, Page 37

Heilsuvernd - 01.04.1958, Page 37
HEILSUVERND 29 sundi úr Jökulsá í Jökuldal. Það hefðu aðeins örfáir gert. Það hefðu hveitibrauðs- og sælgætisdrengir látið ógert. Ég held ekki mikið upp á kjötát vegna þess að maðurinn er sem líftegund jurtaæta-, fæddur með langa þarma svip- að og jurtaætur eins og apinn, en apinn er ekki kjötæta. Rándýrin eru hins vegar með örstutta þarma og örstuttan ristil. Ef svo væri ekki mundu þau vera útdauð. Forsjón lífsins er hög í sínum háttum og forsjál í því að sjá öllu lífi borgið. Maðurinn er eina lífvera jarðarinnar, sem not- ar eldinn við matreiðslu sína. En til þess hefir höfundur lífsins ekki ætlast, svo það hefir aukið á krankleika mannsins, vegna þess að dauð fæða rýrir fæðugildið og veldur tregari tæmingu þarmanna. Eldhitun hefir orðið til þess að valda allskonar innvortis kvillum. Þetta tiltæki hefir meðal annars orðið til þess að sjúkdómar eru algeng- ari í þörmum en annars mundi. Þessvegna er maðurinn ekki að ástæðulausu sjúkastur allra dýra jarðarinnar. Það er ekki að ástæðulausu að eskimóar eru skamm- lífir menn, þeir bera ellimörk strax og þeir eru 35 ára gamlir og meðalaldur þeirra er 27 ár og þeir verða sjaldan eldri en 55 ára. Þegar hákarlinn sem fæðu er um að ræða, get ég ekki um kosti hans fellt ákveðinn dóm. Hann er að vísu ósoðinn, en getur tæplega talist lifandi fæða vegna þess að í hon- um kennir ýldu sem hlýtur að benda á, að þessi fæða sé dauð fæðutegund. Um hollustusemi vil ég því sem minnst segja. Jarðepli er ein hin bezta fæðutegund sem kostur er á, mönnum sem dýrum. En um þessa fæðu segi ég hið sama, sem sumar aðrar fæðutegundir, að þar er sjálfs höndin hollust. Ef hún er heimaræktuð og við húsdýraáburð get- ur ekki betri fæðu. Séu jarðeplin hins vegar ræktuð við gerfiáburð er fjarri því, að þau geti talist góð eða holl fæða, ef dæma má af því að rottur líta ekki við þeim jarð- eplum sem ræktuð eru við gerfiáburð. En þetta hafa margir sagt mér. Þetta staðfestir álit þitt um hve fráleitt

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.