Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 40

Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 40
HEILSUVERND Ransnarleg gjöf 1 2. hefti Heilsuverndar á s.l. ári var greint frá 10 þús- und kr. gjöf frá góðum vini á Norðurlandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Gjöf þessari fylgdi svohljóðandi gjafabréf, sem rétt er að komist fyrir sjónir almennings. „Gjafabréf til Heilsuhæ'lis Náttúrulækningafélags Is- lands, Hveragerði. Ég undirritaður hefi gefið hælinu, og afhent því 10 þús- und krónur. Sú kvöð fylgir þó þessu, að þeir félagar mínir í Guðspekifélagi Islands, og sem kynnu að óska þess, fái öðrum framur aðgang að einu herbergi. En þó með því skilyrði að þeir láti þá ósk sína í ljósi með eigi minni fyrirvara en 3 til 4 vikum. Eins og öllum öðrum ber þeim að greiða allan kostnað af dvöl sinni á hælinu. Vanda skuli þeir umgengni sína, og ganga hreinlega um herbergi þetta. Ekki skal herbergið standa autt þeirra vegna. Fari svo á ókomnum tímum að annar eigandi verði að hælinu, þá fylgi þó þessi kvöð því, og forgangsréttur áðurnefndu fólki. 7. des. 1957.“ Félagið endurtekur þakkir sinar til þess góða vinar á norðurlandi, sem oft áður hefir greitt götu félagsins. Stjórn NLFl.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.