Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 42
Jólaappelsínuöndin hefur verið fastur gestur á jóla- borðinu hjá Eddu Jensdóttur frá því að hún kynntist honum fyrir fjörutíu árum hjá vinkonu sinni. jme@frettabladid.is Vinkonurnar bjuggu á sínum tíma í sama húsi á Seltjarnarnesi. „Sjálf átti ég líka uppskriftabók frá Dan- mörku með sams konar uppskrift og hef ég nýtt mér hana gríðarlega mikið,“ segir Edda. Jólaappelsínuöndin var fastur liður hjá Eddu og fjölskyldu henn- ar í um fimmtán ár og gerði mikla lukku hver einustu jól. „Jólaöndin er ekki lengur hefð hjá okkur og núorðið er ég vön að bjóða upp á rjúpu í matinn á aðfangadag í staðinn. Þegar rjúpan fæst ekki er öndin alltaf vænlegur kostur, enda sívinsæl og mikill jólabragur yfir henni. Svo er klassískt að vera með hamborgarhrygg á jóladag og hangikjöt annan í jólum. Við erum ekki mikið „hefðarfólk“, og förum ekkert í mínus yfir því að eitthvað fáist ekki. Það hefur aldrei verið vandamál að fá endur fyrir jólin. Ég kaupi danskar peking-endur. Ein önd er nóg fyrir svona þrjá til fjóra.“ Edda segir algert lykilatriði að vera með heimagert rauðkál með öndinni, en uppskriftin er ættargersemi og kemur frá móður hennar. „Ég fer samt aldrei eftir skrifaðri upp- skrift. Ég bara sker niður rauðkál og steiki upp úr smjöri. Svo helli ég brúnu lagerediki yfir og set púðursykur. Stundum skvetti ég smá balsamediki með. Þá finnst mér mjög jólalegt að bæta við 1-2 heilum anísstjörnum eða kanil- stöng. Kryddið gefur ómótstæði- legan hátíðarblæ. Svo salta ég og pipra eftir smekk. Brúnaðar kartöflur eru nauð- synlegar og jólaölið, þetta í brús- anum með bláa miðanum. Jólaölið er líka frábært til að elda pottrétti upp úr, í staðinn fyrir stout- eða porterbjór. Ef ég næli mér í rjúpu fyrir jólin reyni ég að elda appelsínuöndina stuttu fyrir jól. Hún er hátíðleg og ilmurinn fyllir húsið. Ann- ars er hefð hjá fjölskyldunni að leigja bústað í nóvember og elda appelsínuönd. Við eigum þrjá syni og dóttur. Synirnir eru orðnir miðaldra karl- ar í dag og dóttirin býr í Noregi. Í ár komst ég yfir skoskar rjúpur fyrir jólin. Ég kaupi þær snemma til að lenda ekki í vöruskorti. Þessar skosku eru alveg jafngóðar og þessar íslensku, maður tekur bara haminn af áður en þær eru eldaðar. Það getur nefnilega komið smá brækja af fitunni ef hún er ekki hamflett. Annars eru þær alveg eins og okkar rjúpur.“ Jólaappelsínuönd uppskrift miðast við eina önd Fylling 1 poki niðursneiddir þurrkaðir ávextir (epli, sveskjur, apríkósur og perur. Fæst t.d. í Hagkaupum). Skerðu smá af fitu af öndinni og geymdu. Öndin er næst þerruð og salti og pipar stráð inn í og utan á. Fyllingunni er troðið í holið og lokað fyrir með tannstönglum eða bandi bundið um leggina. Leggið öndina, með bringurnar upp, í eldfast mót með loki og eldið við 250°C í 15 mínútur. Lækka hitann niður í 190°C og elda í um 1 til 1,5 tíma með lokinu á. Það er lykilatriði að ausa soðinu sem lekur af henni yfir kjötið til að halda öndinni safa- ríkri og svo hún fái stökka puru. Sósan Gott er að gera sósuna á meðan öndin er í ofninum. 1. skref 1 háls af önd 1 laukur, saxaður 3 dl vatn Steinselja Rósmarín Salt og pipar Brúna hálsinn og lauk í smá smjöri. Bætið við 3 dl af vatni, steinselju og rósmarín, salt og pipar og sjóðið. 2. skref Soð af önd 4 msk. hveiti Þegar öndin er steikt skal hella soðinu af henni í pott, leyfa því að botnfalla og fleyta smá af fitunni ofan af. Skildu þó eftir næga fitu til að drekka í sig 4 msk. af hveiti sem er stráð yfir og látið botnfalla ofan í soðið. Síðan er þessu hrært saman saman og soðið varlega ásamt soðinu af hálsinum. 3. skref 1 appelsína 1-2 dl rauðvín Appelsínusafi eða Grand Marnier, smá skvetta ef vill Svo er það aðalgaldurinn. Börkur af einni appelsínu, helst lífrænni, annars þveginni, er sneiddur af og skorinn í fína strimla. Passa að ekkert hvítt komi með. Rauðvín sett í pott og appelsínubörkurinn með og látið sjóða í nokkrar mínútur. Þetta má bragðbæta með nýkreistum appelsínusafa eða ekki verra, Grand Marnier. Þetta er svo sigtað og sett út í soðsósuna. Einnig má sleppa þessu með appelsínuna og rauðvínið og setja væna skeið af rifsberjahlaupi og gráðosti út í sósuna. Með þessu er best að bera fram brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál og steikt epli. Epli eru þá skræld, skorin í báta og steikt með timían og smá hlynsírópi, upp úr andafitu sem skorin er innan úr öndinni áður en hún er elduð. ■ Appelsínuönd gefur jólakeiminn Edda Jensdóttir notast við fjörutíu ára gamla uppskriftabók þegar hún eldar appelsínuöndina. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Appelsínuöndin er hátíðleg og falleg á jólaborðið. Edda mælir sérstaklega með að nota Peking-önd. Fréttablaðið/getty HLÝJAR JÓLAGJAFIR OPIÐ ALLA DAGA FRAM AÐ JÓLUM Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 4 kynningarblað A L LT 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.