Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 16
Gubjón í Seli er gesthollur.
Glottir Héðinn stóreygður.
Magnús þykist mektugur.
Mjög er Jói stórorður.
Skulum við nú athuga þessa náunga, er nú voru upp taldir í
framangreindum ferskeytlum, nokkuð nánar. Eins og áður er sagt
þekkti ég þá flesta. Um aðra, sem ég kynntist ekki, hefi ég ýmislegt
heyrt, sumt dálítið þjóðsagnakennt. Margir þeirra voru stórgáfað-
ir. Tilsvör þeirra sumra lifa á vörum manna enn þann dag í dag.
1. Tani minn er tölugur
Tana þennan þekkti ég ekkert. Reyndar hét hann Jónatan Jón-
adabsson. Jónadab átti heima einhvers staðar í Miðfirði. Hann
var sagður matmaður með afbrigðum. Einhvern tíma gisti hann á
bæ ásamt syni sínum ungum að árum. Var þeim borið kjöt og
kjötsúpa í trogi. Tani lenti á hryggjarlið mögrum og var lengi að
naga utan af honum, en á meðan sporðrenndi faðir hans hverjum
kjötbitanum af öðrum, þar til ekkert var eftir annað en smá-kjöt-
tætla. Þá segir hann við son sinn: „Ætlar þú að éta þessa tædu
drengur? Ef þú vilt hana ekki skal ég borða hana.“ Áður en
drengnum gafst ráðrúm til að svara tók Jónadab tætluna og sporð-
renndi henni.
„Ætlar þú að éta þessa tætlu drengur?“ var síðan lengi haft að
orðtæki í Miðfirði og Hrútafirði.
Eftir lát Jónadabs fluttist Tani til Borðeyrar ásamt móður sinni.
Þau bjuggu þar í litlu timburhúsi, sem kallað var Knallhettan sök-
um þess hve það var lítið. Tani var hafður að skotspæni af heldra
fólki á Borðeyri og hafður að háði og spotti og notuðu menn sér
það hve hann var einfaldur og trúgjarn.
Einu sinni töldu þeir búðarmennirnir honum trú um að það
væri kviknað í kofanum hjá móður hans. Þeir reistu stiga upp með
húsinu og sóttu sjó í fötur. Síðan skipuðu þeir Tana að fara upp á
þakið og hella sjónum niður um reykrörið. Tani gerði eins og fyrir
hann var lagt og dembdi sjónum úr fötunni niður í rörið. Gamla
konan, móðir hans, var að blása í eldinn í eldavélinni og átti sér
14