Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 24
17. Aðalsteinn er oddhagur
Jón Aðalsteinn Jónasson bjó lengi í Hrafnadal en síðast í Jóns-
seii og dó þar 1911. Hann var hagur á járn, oddhagur eins og segir í
vísunni. Hann smíðaði hestajárn og ljábakka fyrir bændur í ná-
grenninu. Jón var dálítið einkennilegur, talaði mikið við sjálfan sig
og við hundinn sinn, sem hét Týrus. Eg man að þegar hann kom
heim og var setztur inn í baðstofu og var í hrókaræðum við pabba,
þá rauf hann allt í einu samræðurnar og kallaði: „Týrus, Týrus,“
en hundurinn lá þá ævinlega við fæturna á honum. Annað var
það í fari Jóns sem þótti hvimleitt. Það var, að alltaf tók langan
tíma að fá hann til að ganga í bæinn. Þetta byrjaði venjulega með
því, að það heyrðist barið og all-harkalega. Þegar komið var til
dyra sást enginn Jón. Þá var farið að leita og eftir mikla leit fannt
svo Jón og var hann þá að ljúka við að kasta af sér vatni. Þá hófst
annað stríð. Nei, hann mátti ómögulega vera að því að koma inn.
Alltaf hafðist það þó. En þegar hann var kominn inn var hann
hinn rólegasti, kátur og hress. Þó hann tæki sér málhvíld öðru
hvoru til að kalla á hundinn kom það ekki að sök, hann komst
strax að efninu aftur. Jón var bróðir Benónís í Laxárdal.
18. En hann Steini er jámsmiður
Þorsteinn Helgason bjó í Hrafnadal frá því fyrir aldamót og til
dauðadags 1931. Hann var meira en járnsmiður. Hann smíðaði
einnig úr kopar, svo sem brennimörk, sauðaklukkur, beizlisstangir
og ístöð. Einnig smíðaði hann handa konu sinni vandaða sykur-
töng úr kopar. Hann skrifaði afbragðsfallega rithönd og keypti
mikið af bókum, sömuleiðis Nýjar Kvöldvökur og Þjóðólf. Hann
talaði mjög kjarnyrt mál, var stuttorður og notaði mikið orðtök og
spakmæli. Hann var lengi meðhjálpari í Prestsbakkakirkju og rækti
starf sitt af miklum virðuleik, var hann jafnvirðulegur hvort sem
hann hringdi klukkum, skrýddi prest, las bæn eða dró hunda und-
an kirkjubekkjum og færði til dyra.
Þorsteinn átti tík hvíta, sem hét Byssa. Þegar Þorsteinn eignaðist
þennan grip ungan að árum var hann talinn karlkyns og látinn
heita í höfuðið á járnkanzlaranum þýzka og kallaður Bismark, því
Þorsteinn fylgdist vel með alþjóðapólitík. Svo þegar hið rétta kyn-
22