Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 26
sinn og hafði lítil jarðarafnot, en varð að sækja nokkuð af sínum
heyskap á aðrar jarðir lengra í burtu. Svo fór að lokum að hann
fékk ekki lengur að hafa heimili sitt í Bakkaseli og réðst í hús-
mennsku á öðrum bæ. En áður en til þess kæmi að hann flytti
þangað bugaðist hann og gerði tilraun til að farga sér. Fór hann
þá með fjölskyldu sína að Bæ til Guðmundar G. Bárðarsonar. En
hann náði aldrei heilsu eftir áfallið og andaðist að ári liðnu.
Brynjólfur var góður drengur, glaðvær og hjartahlýr. Kona
hans var Guðrún Jónsdóttir, komin af Snæfellsnesi. Hún ólst þar
upp í sárri fátækt og hungri. Hún lifði lengi eftir mann sinn.
Aldrei heyrði ég hana minnast þess harðréttis sem hún hafði þol
að í bernsku, enda var hún orðvör kona og dul og bar ekki hugs-
anir sínar á torg, en var þó viðmótsþýð og viðræðugóð.
21. Kristján skrifar skjálfhentur
Kristján Gíslason bjó á Prestsbakka frá 1905 og til dauðadags
1927. Hann var bróðir séra Eiríks Gíslasonar og fluttist að Prests-
bakka þegar séra Eiríkur flutdst þaðan að Stað. Kristján var bók-
haldari hjá Verzlunarfélagi Hrútfirðinga alla tíð meðan heilsa
hans entist. Mörg hin síðari ár sín var hann sjúklingur og rúm-
liggjandi að mestu undir ævilokin.
Hann kvæntist Höllu Björnsdóttur. Hún var fróð kona, las mik-
ið, einkum neðanmálssögur og rómana þeirrar tíðar, en tók heim-
ilisverkin létt, því hún hafði alltaf tvær vinnukonur og stundum
þrjár. Hún var ættuð sunnan úr Biskupstungum og af efnafólki
komin. Hún var jafhaldra og fermingarsystir Hannesar Þorsteins-
sonar þjóðskjalavarðar og voru þau ástfangin hvort af öðru á
unglingsaldri, en uppgötvuðu það ekki fyrr en á gamals aldri, svo
sem Hannes segir frá í endurminningum sínum. Það hafa því ver-
ið fleiri en Þórbergur sem átt hafa Elskuna sína norður í Hrúta-
firði.
Eg minnist þess sem unglingur, að Halla minntist oft á Hannes
með mikilli aðdáun og hún keypti Þjóðólf. Skildi ég þó að vísu ekki
hvað á bak við bjó fyrr en ég heyrði ævisögu Hannesar.
24