Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 27

Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 27
22. Skemmir Tómas hnakktöskur Tómas Jónsson bjó að Kollsá alla sína löngu búskapartíð, frá því fyrir 1880 og fram til 1925 eða lengur. Hann var sonur Jóns Tóm- assonar er bjó þar áður. Tómasi var margt til lista lagt. Hann var söðlasmiður og er bent til þess sem sagt er í bragnum. Skemmir Tómas hnakktöskur. Reyndar breytti höfundur bragsins þessu og gerði bragarbót og sagði: Skreytir Tómas hnakktöskur. En bragar- bótin loddi illa í munni manna og vildu flestir halda sér við hin upphaflegu orð. Auk þess að vera söðlasmiður var hann hagur bæði á tré og járn, einnig var hann mikill sjósóknari og reri bæði heiman frá sér og úr Búðarvogi, þegar fiskurinn dýpkaði á sér og þurfti lengra að sækja, þegar leið fram á haust. Hafnsögumaður eða lóss var hann lengi eftir að þeir feðgar Jón og Gísli á Ljótunnarstöðum hurfu af sjónarsviðinu. Meðal annars sótti hann að minnsta kosti einu sinni fjárflutningaskip til Skot- lands og hafði þaðan með sér skeifu stóra undan skozkum hesti, er jafnan síðan hékk í smiðju hans. Og kartöflur hafði hann með sér út hingað, svo stórar að það þurfti að skera þær í fjögur stykki til þess að þær gætu soðnað. Tómas var hraðmæltur og hvassmáll og stunduðu margir þá íþrótt að herma eftir honum. Tókst fáum að ná nokkrum raunverulegum árangri í iðkun þeirrar íþróttar. 23. Búi minn er bráðlyndur Búi Jónsson á Litlu-Hvalsá var bróðir Tómasar á Kollsá. Attu þeir sína systurina hvor, dætur séra Brands Tómassonar, og voru þessi hjón því systkinabörn. Kona Tómasar hét Valdís en kona Búa Guðrún. Vera má að eitthvað sé til í því sem sagt er í bragnum, að Búi hafi verið bráðlyndur. Annars var hann venjulega glaðvær og sérstaklega gestrisinn, svo sem Þórbergur minnist þegar hann seg- ir frá píslargöngu sinni inn með Hrútafirði á fund elskunnar. Búi var fátækur alla tíð. Hann var hestamaður og átti oft góða hesta, þar á meðal Fálka, sem hann neyddist þó til að selja ríkum Reyk- víkingi fyrir fimmtán hundruð krónur, sem var margfalt verð við það sem kalla mátti gangverð á hestum á þeim tíma. Síðari hluta 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.