Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 27
22. Skemmir Tómas hnakktöskur
Tómas Jónsson bjó að Kollsá alla sína löngu búskapartíð, frá því
fyrir 1880 og fram til 1925 eða lengur. Hann var sonur Jóns Tóm-
assonar er bjó þar áður. Tómasi var margt til lista lagt. Hann var
söðlasmiður og er bent til þess sem sagt er í bragnum. Skemmir
Tómas hnakktöskur. Reyndar breytti höfundur bragsins þessu og
gerði bragarbót og sagði: Skreytir Tómas hnakktöskur. En bragar-
bótin loddi illa í munni manna og vildu flestir halda sér við hin
upphaflegu orð. Auk þess að vera söðlasmiður var hann hagur
bæði á tré og járn, einnig var hann mikill sjósóknari og reri bæði
heiman frá sér og úr Búðarvogi, þegar fiskurinn dýpkaði á sér og
þurfti lengra að sækja, þegar leið fram á haust.
Hafnsögumaður eða lóss var hann lengi eftir að þeir feðgar Jón
og Gísli á Ljótunnarstöðum hurfu af sjónarsviðinu. Meðal annars
sótti hann að minnsta kosti einu sinni fjárflutningaskip til Skot-
lands og hafði þaðan með sér skeifu stóra undan skozkum hesti,
er jafnan síðan hékk í smiðju hans. Og kartöflur hafði hann með
sér út hingað, svo stórar að það þurfti að skera þær í fjögur stykki
til þess að þær gætu soðnað. Tómas var hraðmæltur og hvassmáll
og stunduðu margir þá íþrótt að herma eftir honum. Tókst fáum
að ná nokkrum raunverulegum árangri í iðkun þeirrar íþróttar.
23. Búi minn er bráðlyndur
Búi Jónsson á Litlu-Hvalsá var bróðir Tómasar á Kollsá. Attu
þeir sína systurina hvor, dætur séra Brands Tómassonar, og voru
þessi hjón því systkinabörn. Kona Tómasar hét Valdís en kona
Búa Guðrún.
Vera má að eitthvað sé til í því sem sagt er í bragnum, að Búi
hafi verið bráðlyndur. Annars var hann venjulega glaðvær og
sérstaklega gestrisinn, svo sem Þórbergur minnist þegar hann seg-
ir frá píslargöngu sinni inn með Hrútafirði á fund elskunnar. Búi
var fátækur alla tíð. Hann var hestamaður og átti oft góða hesta,
þar á meðal Fálka, sem hann neyddist þó til að selja ríkum Reyk-
víkingi fyrir fimmtán hundruð krónur, sem var margfalt verð við
það sem kalla mátti gangverð á hestum á þeim tíma. Síðari hluta
25