Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 35

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 35
Goðdal. Ég æda að segja hér frá atburðum sem þar gerðust árin 1885 — 86. Um miðja 19. öld bjó sá bóndi á Gilsstöðum í Selárdal í Stein- grímsfirði er Eyjólfur hét Isaksson, ættaður úr Dalasýslu. Kona hans var Helga Jónsdóttir ffá Reykjanesi á Ströndum. Er forfeðra hennar getið í Strandamannasögu Gísla Konráðssonar og voru þeir vel virðir norður þar. Eyjólfur var vinsæll maður og vel menntur, eftir því sem á þeim tíma þótti. Skáldmæltur og sá fleira en aðrir menn, meðal annars er sagt að hann gengi á fund huldra vætta og álfa og eru til skráð- ar sagnir af. Þau Eyjólfur og Helga eignuðust 5 börn og voru það allt dætur, yngsta dóttir þeirra, María, fæddist árið 1835. Um 1860 er þessi María vinnukona á Stað í Steingrímsfirði. Þar kynntist hún ungum manni, Kára Kjartanssyni. Voru þau bæði vinnuhjú hjá sóknar- prestinum Sigurði Gíslasyni. Þau María og Kári felldu hugi saman og fæddist fyrsta barn þeirra á Stað árið 1865, en það dó fárra daga gamalt. Arið 1867 eru þau enn ógift vinnuhjú á Stað, en þá fæddist annað barn þeirra, dóttir er hlaut nafnið Karólína. Ári síðar verða prestaskipti á Stað. Þá kemur þangað séra Magnús Hákonarson, fóstursonur Magnúsar Stephensen í Viðey. Þá flytja þau María og Kári ffá Stað. Giftu þau sig þá og fóru að búa á Geirmundarstöðum í Selárdal. Þar bjuggu þau hjónin næstu tíu árin, en fluttu þá að Goðdal í Bjarnarfirði. I Goðdal mætti þessi fjölskylda miklum og þungum örlögum. I byrjun júlímánaðar 1885, gerði norðan áhlaup á Ströndum, með veðurofsa og snjókomu á fjöllum, en slyddu og slagviðri í byggð. Þó að komið væri fram um tólftu sumarhelgi, voru fáfærur nýlega afstaðnar, en ær og lömb enn hýst. I byggð brast veðrið á snemma morguns og fór vaxandi fram yfir hádegi, en er leið á daginn fór að draga úr mesta veðurofsanum. Á flestum bæjum í Bjarnarfirði átti að láta kvíærnar út þennan morgun eins og venjulega þegar mjöltum var lokið, en það fór víða svo, að þær fengust ekki burt ffá húsunum, eða fuku um koll í veðurhamnum og lágu þar bjargarlausar, þar til þeim varð aftur 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.