Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 36
komið í húsaskjól. Ár og lækir uxu gífurlega fljótt. Bjarnarfjarðará
flæddi yfir meginhlutann af láglendi dalsins, en lækir í fjallahlíðum
beljuðu fram straumþungir með fossaföllum og hlóðu upp háum
aurgörðum. Kári bóndi var við sjóróðra þetta vor norður á Gjögri
og ekki enn kominn heim úr veri, en tveir elstu bræðurnir, Helgi
og Magnús, voru í vinnu yfir í Sunndal, en Sunndalur er næsti
bær við Goðdal, sunnan undir Tungukotsfjalli. María var því ein
heima með fimm börn sín, öll nokkuð stálpuð.
Þegar veður fór hríðversnandi þennan þriðjudagsmorgun og
orðið ófært vinnuveður, þá vildu þeir Goðdalsbræður umfram allt
komast heim til móður sinnar og systkina, þar sem ekki var fyrir
að vita nema þau þyrftu hjálpar við, sem og raun varð á. Milli bæj-
anna Goðdals og Sunndals eru tvær ár og voru þær nú báðar
orðnar langt um ófærar og óreiðar. Þeim bræðrum var því nauð-
ugur einn kostur að ganga fram í heiði og henda þar snjóbrýr yfir
árnar. Þrjú stór gil renna í Goðdalsá og voru nú ófær með öllu.
Helga, sem þá var tæpra sextán ára að aldri, var þetta allt ljóst og
einnig hvað leiðin var löng og krókótt. Hann lét því Magnús bróð-
ur sinn, sem var rúmu ári yngri, verða eftir í Sunndal, en hélt
einn á stað heimleiðis, fyrri hluta dags. Þá var enn rokveður og
gífurleg úrkoma. Þegar Helgi náði heim til sín að Goðdal, nokkru
eftir miðjan dag, mun hann hafa verið orðinn mjög þreyttur af
langri göngu í illviðrinu.
Heima voru þá aðeins fjögur systkini hans, sem sögðu honum
þau tíðindi, að móðir þeirra hefði farið með kvíánum snemma
morguns, ásamt bróður þeirra tíu ára gömlum, er Sigurður hét,
og var hvorugt komið aftur.
Að fengnum þessum fréttum hélt Helgi af stað niður dalinn að
leita móður sinnar. Hann bjóst við að hana væri helst að finna þar
sem skjóls væri að vænta, en það var niður hjá svokallaðri Goð-
dalshyrnu. Goðdalsá flæddi yfir allar eyrar, upp að hlíðarfæti.
Helgi hraðaði för sinni sem mest hann mátti. Niður hjá Hyrnunni
fann hann kvíaféð, móður sína og bróður, svo sem hann hafði
vænst. Móðir hans var þá nær dauða kominn af kulda og vosbúð,
þar sem hún hafði tínt utan af sér fötin eitt af öðru drengnum til
skjóls, enda var hann allhréss eftir ástæðum. Hvorki munu föt
34