Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 53
að ræða, en hún er heimfærð upp á mismunandi staði. Mest ein-
kenni slíkra sagna koma þó fram í sögunni af Ivari og Herdísi, en
þar er lýst atburðum, sem eiga að hafa gerzt í Arnarfirði á árun-
um 1603—1606. Saga þessi var skrásett af Jóni sýslumanni Magn-
ússyni árið 1606 að sögn Gísla biskups Oddssonar, sem tók hana
upp í safn aitt íslenzk annálabrot og Undur íslands (bls. 27—31).
Nafn skrásetjara og hinn stutti tími, sem líður frá því atburðir
gerðust og þar til sagan var skrásett, bendir til þess, að þarna hafi
gerzt eitthvað, sem samtímamenn skildu ekki. Bæði álægjur og
undirlægjur voru andar, sem gátu tekið á sig mannlegt yfirbragð
og þá annað hvort sem svipir eða með því að taka sér bólfestu í
líkum og urðu þá mun efniskenndari. Algengt var, að andar þessir
tækju á sig yfirbragð ástvina þeirra, sem þeir ætluðu að tæla (sá var
einnig háttur huldufólks í Noregi og á Islandi). Ljóst er, að Selkolla
hefur bæði þessi einkenni, hún gat verið mjög efhiskennd (hefur
notfært sér barnslíkið, en barnið dó óskírt) og tók á sig mynd eig-
inkonu Dálks bónda við naustið. Undirlægju með selshöfuð virðist
á hinn bóginn hvergi vera getið. Vera má því, að Selkolla hafi ver-
ið talin vera enn öflugari andi eða sjálf erkinorn Gyðinga, Lilith.
Hún var einnig þekkt á Vesturlöndum.
Lilith var fyrri kona Adams skv. sögnum Gyðinga, sem neitaði
að játast undir yfirráð hans, yfirgaf hann og flúði til Rauðahafs.
Drottinn sendi þrjá engla á eftir henni, sem áttu að telja henni
hughvarf, en hún neitaði að snúa aftur og var dæmd til að missa
100 börn daglega. Hún ofsækir börn, en leikur þó stundum við
þau, einkum í svefni. Af þessari ástæðu var verndargripur með
nöfnum englanna, sem leituðu hennar í Rauðahafi, hengdur upp
fyrir ofan rúm barna eða dreginn hringur umhverfis rúmin. Lilith
var drottning djöflanna og eiginkona Satans. Hún gat birzt í ýms-
um myndum, t.d. sem höggormur eða köttur, en brá sér í gervi
fagurrar konu, ef hún fór á f]örur við karlmenn, sem kom oft fyr-
ir. Hennar getur ekki í selsmynd, en hún hafði aðsetur í Rauðahaf-
inu. Þar drukknuðu hermenn Faraós og breyttustu í seli, eins og
kunnugt er.
Athyglisvert er, að Guðmundur biskup lét reisa krossa umhverf-
is Hafnarhólm og að líkindum til höfuðátta. Hann hefur því mark-
51