Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 54
að eins konar verndarhring umhverfis bæinn, en þann hátt höfðu
bæði galdramenn og aðrir á gagnvart illum öndum, m.a. Lilith.
Því kemur til álita, að Guðmundur hafi átt að vinna það afrek að
stugga burtu sjálfri drottningu undirheima. Hefur hann því ekki
verið eftirbátur Jóns helga Ögmundarsonar, sem læknaði Svein
nokkurn Þorsteinsson, en hann „ærðist að skrímsli nokkru, honum
sýndist það vera kona helzti væn“ (Bisk. Bmf., I. bls. 170).
Fróðárundur eru einna þekktust yfirnáttúrulegra atburða í forn-
ritum (Isl. fornr., IV. bls. 137 —152). Þau hófust með komu suður-
eyskrar konu, Þórgunnar að nafni, að Fróðá á Snæfellsnesi. Hún
virðist helzt hafa átt að vera norn, sem var hætt allri iðkun fornra
fræða og tryggði sér sáluhjálp með því að fá leg á helgistað. Dæmi
um slíka trú eru nokkur finnanleg. Það bar til í Fróðárundrum, að
selshöfuð kom upp úr eldgróf í skála og horfði upp á rúmtjaldið á
rúmi Þórgunnar, en hún var þá látin og hafði lagt áherzlu á, að
allur rekkjubúnaðurinn yrði brenndur. Ekki er ósennilegt, að sá,
sem þarna var á ferðinni, hafi átt að koma áður í rúm þetta, t.d. á
helztu samkomudögum norna og meistara þeirra, 1. maí (beltene)
eða 1. nóvember (samain eða hallowe’en). Þetta gæti verið skýring
þess, að Þórgunna lagði jafnmikið kapp á að rúmbúnaður yrði
brenndur og raun bar vitni, enda hefur hún vafalítið ekki kært sig
um að aðrar konur fengju heimsókn af þessu tagi. Vafasamt verð-
ur að telja, að fólk hafi þá gert sér grein fyrir sóttvörnum. Vinnu-
kona ein barði selshausinn með lurk og einnig vinnumaðurinn, en
selurinn gekk upp við hvert högg. Þá hljóp Kjartan bóndasonur til,
ungur sveinn, og laust selinn með járndrepsleggju mikilli, og gekk
hann þá niður. Hefur sleggjan væntanlega verið úr járni, en það
var víða talið hin bezta vörn gegn öllu illu. Þetta getur skýrt árang-
ur Kjartans. Síðar kom rófa upp úr skreiðarhlaða á bænum,“ vax-
in sem nautsrófa sviðin; hún var snögg og selhár.“ Hún mun hafa
tilheyrt sama anda, enda var það venja norna að kyssa óæðri enda
meistarans, er hann mætti til leiks, og sýna honum virðingu sína á
þennan hátt (smánarkossinn). Meistarinn hefur verið að rukka um
þennan virðingarvott í hið síðara skiptið og látið réttan líkams-
hluta ganga á undan. Hinn síðari maki Lilithar var á ferðinni í
52