Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 58
Seinni kona hans var Karítas Ólafsdóttir frá Vatnshól í Húna-
vatnssýslu. Þau fluttu til Vesturheims.
Heimildir: Strandamenn, Sr. Jón Guðnason.
Þriðji bóndi er Árni Björnsson, f: 20. okt. 1828, d: 02. mars 1915.
Kona hans: Helga Þórðardóttir, móðir Þórðar Sigurðssonar,
seinna bónda í Grænumýrartungu. Árni og Helga búa frá 1867
1869. Þau ár mun Sigurður Árnason hafa búið á Fjarðarhorni.
Árni og Helga eignuðust tvær dætur. Önnur var Sigríður er gift-
ist Gunnari Guðmundssyni, þeim hinum sama og Gunnarshlaup í
Miklagili er kennt við, að sagt er. Þau fluttu til Vesturheims.
Hin dóttirin var Guðbjörg Svanlaug, er náði rúmlega 100 ára
aldri. Hún giftist til Keflavíkur og á þar afkomendur.
Heimildir: Strandamenn, Sr. Jón Guðnason.
Fjórði bóndinn er Árni Einarsson, f: 11. sept, 1828, d: 13. nóv.
1893. Fluttist til Grænumýrartungu 1874 og bjó þar til æviloka.
Drukknaði í síki neðan við Mela 13. nóv. 1893.
Þar heitir síðan Árnasíki. Frásögn af því slysi er í ritinu „Heima
er best“, 53. árg., rituð af Jóni Marteinssyni.
Kona Árna var Guðrún Bjarnadóttir.
Heimildir: Strandamenn, Sr. Jón Guðnason.
Dóttir Árna og Guðrúnar, konu hans, bjó þá í Gilhaga, býli fyrir
framan Miklagil í Melalandi. Þau fluttu nokkrum árum síðar að
Lambastöðum í Laxárdal í Dalasýslu.
Sonur Árna og Guðrúnar var Þorleifur. Hann var í Grænumýr-
artungu hjá foreldrum sínum, síðar steinsmiður í Reykjavík.
Heimildir: Strandamenn, Sr. Jón Guðnason.
Sagt var að Þorleifur þessi, sonur Árna, færi fram í gilið sunnan
við bæinn, þ.e. Miklagil, klifraði þar í kletta og næði hvannarótar-
hnaus, sem hann svo gróðursetti við bæjarlækinn, þar sem vatnið
var sótt í bæinn. Barst svo fræið niður með læknum alla leið niður
á bakka Hrútafjarðarár. Um 1930 tók heimafólk í Grænumýrar-
tungu fræ á haustin og sáði upp með læknum svo að hann var
víða hulinn hvönn. Þegar Grænumýrartunga fór í eyði 1966 hætti
56