Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 61
til suðausturs í Hrútafjarðará, milli Bæjarhyls og Ullarhvammshyls, niður frá Ospaksstöðum. Örnefni ýmis eru í Grænumýrartungulandi sem annars staðar en mismerkileg, eða mikið notuð. Sum hafa sterka sögu á bak við sig, önnur ekki. Gunnarshlaup er kallað þar, sem Miklagil fellur í þröngum streng milli gljúfra og hylurinn þar kallaður Freyðandi. Yfir Miklagil, þarna sem það er þrengst, er sagt að hafi stokkið Gunnar Guðmundsson, maður Sigríðar Arnadóttur, en hún var hálfsystir Þórðar Sigurðssonar, síðar bónda í Grænumýrartungu. Þetta þótti glæfralegt og hafa fáir eða engir leikið þetta eftir, því engu má muna svo ekki fari illa. Annað gil rennur samhliða Miklagili, nær Grænumýrartungu og heitir Litlagil. Milli þessara gilja er á nokkrum stöðum ekki nema örmjó rim, en töluvert breitt þar fyrir utan. Gott berjaland er milli giljanna. Milli giljanna eru tvær nibbur. Sögn er um það, að í þeirri efri sé grafin Þórdís, dóttir Miðfjarðar-Skeggja, en í þeirri neðri lét hún grafa ketilinn sinn með peningum og öðru verðmæti. Að vonum hefur það freistað rnargra og þeir viljað ná fénu, en Þórdís lætur ekki laust. Og ef grafið var í peninganibbuna skeðu undur og stórmerki svo menn urðu frá að hverfa. Menn sáu bæinn standa í björtu báli og flýttu sér heim til hjálpar. Þar var þá ekkert að og enginn orðið nokkurs var. Miklagil sýndist flæða upp á bakka sína og þá var ekki um ann- að að gera en taka saman pjönkur sínar og halda heim. Allt voru þetta sjónhverfingar einar og ekki náðist fjársjóðurinn og gæti hann verið þar enn og ef til vill náðst, ef Þórdís væri farin að linast í vörslunni. Frá Þórdísi þessari er sagt í Bárðar-sögu Snæfellsáss. Þar segir frá Miðfjarðar-Skeggja, er bjó að Reykjum í Miðfirði með konu sinni Hallberu. Þau eignuðust þrjár dætur, Hróðnýju, er átti Þórð gelli, Þorbjörgu, er átti Asbjörn hinn auðgi Harðarson. Meðal barnabarna jteirra var Gunnlaugur Ormstunga. Hin þriðja dóttir Skeggja var Þórdís, sú er hér um ræðir. Læt ég hér fljóta með smá sögukorn úr Bárðarsögu Snæfellsáss: Til Miðfjarðar-Skeggja kom nú að næturþeli göngumaður einn 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.