Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 61
til suðausturs í Hrútafjarðará, milli Bæjarhyls og Ullarhvammshyls,
niður frá Ospaksstöðum.
Örnefni ýmis eru í Grænumýrartungulandi sem annars staðar
en mismerkileg, eða mikið notuð. Sum hafa sterka sögu á bak við
sig, önnur ekki.
Gunnarshlaup er kallað þar, sem Miklagil fellur í þröngum
streng milli gljúfra og hylurinn þar kallaður Freyðandi.
Yfir Miklagil, þarna sem það er þrengst, er sagt að hafi stokkið
Gunnar Guðmundsson, maður Sigríðar Arnadóttur, en hún var
hálfsystir Þórðar Sigurðssonar, síðar bónda í Grænumýrartungu.
Þetta þótti glæfralegt og hafa fáir eða engir leikið þetta eftir, því
engu má muna svo ekki fari illa.
Annað gil rennur samhliða Miklagili, nær Grænumýrartungu
og heitir Litlagil. Milli þessara gilja er á nokkrum stöðum ekki
nema örmjó rim, en töluvert breitt þar fyrir utan. Gott berjaland
er milli giljanna. Milli giljanna eru tvær nibbur. Sögn er um það,
að í þeirri efri sé grafin Þórdís, dóttir Miðfjarðar-Skeggja, en í
þeirri neðri lét hún grafa ketilinn sinn með peningum og öðru
verðmæti. Að vonum hefur það freistað rnargra og þeir viljað ná
fénu, en Þórdís lætur ekki laust. Og ef grafið var í peninganibbuna
skeðu undur og stórmerki svo menn urðu frá að hverfa. Menn sáu
bæinn standa í björtu báli og flýttu sér heim til hjálpar. Þar var þá
ekkert að og enginn orðið nokkurs var.
Miklagil sýndist flæða upp á bakka sína og þá var ekki um ann-
að að gera en taka saman pjönkur sínar og halda heim.
Allt voru þetta sjónhverfingar einar og ekki náðist fjársjóðurinn
og gæti hann verið þar enn og ef til vill náðst, ef Þórdís væri farin
að linast í vörslunni.
Frá Þórdísi þessari er sagt í Bárðar-sögu Snæfellsáss.
Þar segir frá Miðfjarðar-Skeggja, er bjó að Reykjum í Miðfirði
með konu sinni Hallberu. Þau eignuðust þrjár dætur, Hróðnýju, er
átti Þórð gelli, Þorbjörgu, er átti Asbjörn hinn auðgi Harðarson.
Meðal barnabarna jteirra var Gunnlaugur Ormstunga. Hin þriðja
dóttir Skeggja var Þórdís, sú er hér um ræðir.
Læt ég hér fljóta með smá sögukorn úr Bárðarsögu Snæfellsáss:
Til Miðfjarðar-Skeggja kom nú að næturþeli göngumaður einn
59