Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 65
Þá var venja að skammta hverjum fyrir sig og bera mat úr búri
til baðstofu á diskum og skálum fyrir hvern fyrir sig. Fór ég
snemma að taka þátt í því starfi. Ennfremur fór ég svo fljótt sem
föng voru á að mala t úg í brauð og bankabygg út á pottinn, var
það nauðsynleg vinna og all tímafrek. Þetta sem var, er nú horfið
fyrir löngu. Vil ég í því sambandi minna á höggmynd er Ásmund-
ur Sveinsson hefur gert af malara við kvörnina. Er hún eftirtektar-
verð þjóðlífslýsing af starfi, sem nú er horfið og æskulýður ekki
þekkir. Mætti gjarnan vera meira á lofti haldið en verið hefur.“
Þegar talið berst að hinum mikla gestagangi sem var í Grænu-
mýrartungu og þá einkum og sér í lagi í u'ð Gunnars og Ingveldar
er ekki úr vegi að halda áfram með minnispunkta afa míns:
„Eitt af því minnistæða, sem ég vil geta um frá æskudögunum,
eru hin miklu ferðalög gangandi manna, vermanna á vetrum,
suður á land til róðra og norður aftur á vorin í vertíðarlok. Söfn-
uðust oft saman 5 —10 menn í einu undir heiðinni, sem allir báru
föt og nestispoka. Voru það jafnan háftunnupokar. Var saumað
fyrir báða enda og sett op á miðjuna og farangri troðið í báða
enda. Tíðum var pokanum kastað yfir höfuðið. Hvíldi þá þunginn
jafnt á báðum öxlum og endar pokans, annar í bak og hinn í fyrir.
Ennfremur var margt fólk, sem fór um vor og haust, var það á
leið norður, aðallega í Húnavatnssýslur í kaupavinnu.
Margt af því var ríðandi, en fór jafnan löturhægt, enda ein-
hesta.
Venjulega var farið spart með mat og ekki skammtað til leifa,
en þó bar út af því um jól, þá fékk hver maður hálft pottbrauð,
(Brauð bakað í taðglóð og potti hvolft yfir) stórt hangikjötsstykki
og hveitikökur, ásamt smjöri og floti. Entist þetta jafnframt sem
málbiti með vöktum fram á nýár. Púkk var að sjálfsögðu spilað á
hátíðum, en endranær Freikort, Alkort og þó einkum Gosi. Sóló-
vist útrýmdi þó þessum spilum bráðlega. Hundur og Svarti-Pétur,
o.s.frv. voru auðvitað spiluð af krökkum og svo Marías og Kasína.“
Gestagangur var stöðugur í búskapartíð Gunnars og Ingveldar
og heimilið opið gestum og gangandi jafnt að nóttu sem degi.
Gunnar og Ingveldur fluttu til Reykjavíkur 1947.
63