Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 95

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 95
siglingarnar héldu áfram, frá einu landinu til annars. Tjörnin var úthafið og hinir ýmsu staðir tjarnarbakkanna voru önnur lönd og þar byggðum við hafnir úr steinum og bryggjur, sem skipin gátu lagst við og þar fór fram lestun þeirra og losun á ýmsum varningi. Við lifðum okkur svo inn í þennan dásamlega leik, að við gleymd- um stund og stað. Tíminn leið og dagurinn leið. Við lifðum í heimi ævintýrisins án allrar tímaskynjunar. Og allir vorum við sem bestu bræður. Þessir góðu drengir, ffændur okkar og vinir, léðu okkur leikföngin sín með sér, rétt eins og við ættum þau allir jafnt. Enginn fullorðinn átti þarna leið um. Enginn truflaði leik okkar. Innlifun okkar í ævintýri leiksins var algjör. Heimur okkar var allur annar en heimur veruleikans og hvers- dagsleikans, sem fullorðið fólk verður að lifa í, svona oftast nær. Alsælir vorum við í leik okkar, barnsleg gleði fyllti sálir okkar og alla okkar tilveru á þessum ógleymanlega degi. En allir dagar eiga sér kvöld. Kallað var á okkur, að koma heim á bæinn. Við urðum að vakna upp af þessum sæla vökudraumi. Heima á bænum biðu okkar góðgerðir, matur og drykkur. Mjög var orðið áliðis kvölds. Fullorðna fólkið hafði viljað lofa okkur að leika okkur sem lengst með drengjunum, og því ekki kallað á okk- ur fyrr en þetta. Að lokinni máltíð, þökkuðum við fyrir okkur og kvöddum fólkið og litlu frændur okkar og leikfélaga, sem svo vel höfðu skemmt okkur urn daginn. Við lögðum af stað, heim á leið út með firðinum. Komið var að lágnætti, en ekki kom það að sök, því nú var albjört sumarnótt. Líklega hefur þetta verið í byrjun júlí. Ekkert gerðist sögulegt, uns við komum út að Hesthömrum. Þá sáum við að leiðin var lokuð, því komin var háflæði, djúpur sjór var við hamrana. Við staðnæmdumst um stund, og hugleiddum hvað gera skyldi. Faðir okkar hafði sagt okkur að ganga upp fyrir hamrana ef ftætt væri að klettunum. En við sáum að mjó gata eða sylla lá um klettana neðantil. Hví ekki að reyna að komast eftir henni? Það mundi spara okkur tíma og erfiði í stað þess að ganga upp fyrir. Við gleymdum ráðleggingum föður okkar og lögðum leið okk- 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.