Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 96

Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 96
ar út á sylluna, hún var örmjó og hallandi. Þverhnýpt berg var neðan við hana, a.m.k. 10 metra hátt og sjórinn þar undir. Nokk- uð var erfitt að fóta sig á syllunni, því urðin á henni var smágerð og glerhörð svo að ekki markaði í hana. Allt gekk þetta nú samt vel uns við vorum komnir meira en hálfa leið. Þar var leiðin lokuð af stórum aflöngum steini, sem lá á ská frá neðstu brún syllunnar og upp að berginu fyrir ofan. Þetta gerði nú strik í reikninginn. Við vildum ógjarna þurfa að snúa við, og klifruðum því yftr klett- inn, annar í einu, og ekki án áhættu. Munaði víst litlu, að við misst- um hand- eða fótfestu og værum við þá ekki til frásagnar. En allt tókst þetta vel og komumst við yfir þennan stóra stein, sem lokaði leið okkar. Syllan hélt áfram, og á einum stað var glufa, sem næst- um skar hana í stundur, en einnig þar komumst við yfir. Eftir þetta var auðfarið það sem eftir var leiðarinnar, og máttum við þakka guði fyrir að leiða okkur heila úr þessari hættu, sem við stofnuðum okkur í að óþörfu, heldur en að fara að ráðum for- eldra okkar. Eftir þetta héldum við áfram og komum heim til okkar, að Steinstúni, þó nokkru eftir miðnætti, glaðir eftir góðan dag, en ekki lausir við sektartilfinningu yfir því að hafa óhlýðnast leiðsögn foreldra okkar, og þar með lagt okkur í óþarfa lífshættu. Þau voru bæði á fótum, pabbi og mamma, og voru löngu orðin dauðhrædd um okkur. Voru þau að því komin, að leggja af stað, til að leita okkar. Þau voru fegin að sjá okkur heila á húfi, og fögn- uðu komu okkar heilshugar. Og þegar við sögðum þeim frá för okkar um klettana, skildu þau, að hér hefðum við verið í mikilli hættu staddir, og þökkuðu guði fyrir handleiðslu hans á drengjun- um þeirra og báðu hann að vernda okkur alla ævi. Ein lítil minning um Hallfríði Jónsdóttur á Hrauni, föðursystur mína Foreldrar mínir áttu heima á Melum í fimm ár, frá 1927—1932. Á þeim árum átti Hallfríður frænka mín heima á Hrauni með fjölskyldu sinni. Hún hafði lídnn kálgarð ofan við 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.