Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 97
bæinn. Einkum voru það gulrófur, sem hún ræktaði þar, og þær
spruttu vel. Hún annaðist þennan reit með mikilli alúð. A hverju
hausti kom hún og gaf okkur rófur úr garðinum sínum. Okkur
börnunum fannst þær mikið sælgæti.
A þessum árum hafði ég mikinn áhuga á garðrækt. Eg bjó mér
til garðholu uppi á bökkum undir Hlíðarhúsafjallinu. Þetta var all
langt frá bænum, en staðurinn lá vel við sól. Eitt sinn, er ég var að
vinna þarna við þetta hugðarefhi mitt, sá ég hvar einhver kom
ríðandi framan að. Og er hann var kominn yfir ána (Melaá) þá
hélt hann ekki sem leið lá norður eftir götunum, heldur sveigði af
leið, og kom upp brekkuna í átt til mín. Hver skyldi þetta geta ver-
ið? Brátt kom í ljós að hér var á ferð hún Hallfríður frænka mín á
Hrauni. Hún vatt sér af baki og heilsaði mér hlýlega og glaðlega.
Hún sagðist hafa séð einhvern ungling þarna uppi á bökkunum
og langaði til að vita, hvað hann væri að fást við.
Hún leit yfir handaverkin mín, sá að girðingin var af vanefnum
gerð, úr torfi og rekaspýtum. Sagði að ég þyrfti endilega að fá mér
gaddavír, svo að kindurnar kæmust ekki í garðinn. Hún skoðaði
moldina og fannst hún vera góð frammi á barðinu, þar var sendin
mold, en of mýrlend ofar. Hún ráðlagði mér að grafa skurð kring-
um girðinguna, láta hann ná fram úr barðinu, til að þurrka upp
efri hluta garðsins.
Mikið þótti mér vænt um þessar ábendingar hennar.
Svo tyllti hún sér á torfvegg, sem ég hafði hlaðið og sagði mér
ýmislegt um það, hvernig hún sjálf færi að því að sá og hirða um
rófurnar sínar, um áburð og fleiri atriði í þessu sambandi.
Svo stóð hún upp kvaddi mig alúðlega og hélt áfram ferðinni á
hestinum sínum. Eg sá á eftir henni norður á Urðarnesið.
Þessa atviks, sem gerðist fyrir um fimmtíu árum, minnist ég æ
síðan, með þakklæti til þessarar frænku minnar, sem sýndi mér þá
vinsemd að koma til mín og tala við mig um þetta áhugamál mitt,
og setja sig inn í þær aðstæður, sem ég var hér að glíma við.
Hallfríður var gjörvileg kona og bar sig vel. Hún var hreinskipt-
in og ákveðin í framkomu. Lét ekki í minni pokann fyrir einum
eða neinum, en sagði hverjum einum sitt álit á hlutunum, hvort
sem í hlut áttu háir eða lágir. Hún var einstaklega hjartahlý og
95