Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 106

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 106
að undirbúa giftinguna, því fyrirhugað var að við giftum okkur tvö systkinin l.jan. Þetta gekk nú allt saman eftir áædun, — en ekki var heifsan sterk, því í janúarlok var ég aftur komin í rúmið, og lá þá í margar vikur samfellt. Á þessu gekk svo allan veturinn og íram í júní um sumarið, — þá fór læknirinn heima að tæpa á því, að líklega yrði hann að reyna að útvega mér pláss á Vífilsstöðum, — og þar með hafði hann ákveðið að ég væri berklasjúklingur. Ég veit að nútíma fólk getur ekki ímyndað sér, hvílíkt reiðarslag það var á þessum árum, að fá þann dóm. Það þýddi nánast það, að vera dæmdur frá öllu samneyti við heilbrigt fólk. — Þetta voru kannske eðlileg viðbrögð gegn þess- um hræðilega sjúkdómi, sem hvítidauði var á þeim árum, er hann sópaði stórum hóp af æskufólki Islands í gröfina, án þess að við neitt yrði ráðið. Þó var reynt að halda í þann vonarneista, að þeir sem kæmust á heilsuhælið á Vífilsstöðum, ættu kannske einhvers bata von. — Og loks komu þau boð frá lækninum á Hólmavík, að nú væri til reiðu fyrir mig pláss á hælinu, og skyldi ég því fara með Esju næst er hún sigldi suður fyrir land. Þetta gekk samkvæmt áædun, og var ég mætt um borð í skipið, skömmu fyrir brottför þess. Nú vissi ég ekki annað en búið væri að panta koju fyrir mig, svo ég fór að leita að þjóninum á öðru farrými, sem hafði með það að gera, að úthluta plássi til farþega. — En þá kom nú heldur bobb í bátinn. — Er hann heyrði að ég væri að fara á Vífilsstaði neitaði hann alveg að láta mig hafa koju, og sagði með þjósti, — að það væri ekki forsvaranlegt að berkla- sjúklingar væru að flækjast með heilbrigðu fólki, en ég gæd legið á bekk í reyksalnum, en koja væri engin til fyrir mig. Ég æda ekki að reyna að lýsa, þvílíkt áfall þetta var. Ég man að ég rölti aftur á skipið og lagðist út á borðstokkinn og hágrét. Mér fannst, að bæði guð og menn, hefðu útskúfað mér. — Eftir dálida stund, kom til mín 2. stýrimaður. Hann spurði hvað væri að. Ég sagði honum satt og rétt frá orðum þjónsins við mig, og nú hefði ég ekkert pláss, sem ég mætti vera í. 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.