Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 106
að undirbúa giftinguna, því fyrirhugað var að við giftum okkur tvö
systkinin l.jan.
Þetta gekk nú allt saman eftir áædun, — en ekki var heifsan
sterk, því í janúarlok var ég aftur komin í rúmið, og lá þá í margar
vikur samfellt. Á þessu gekk svo allan veturinn og íram í júní um
sumarið, — þá fór læknirinn heima að tæpa á því, að líklega yrði
hann að reyna að útvega mér pláss á Vífilsstöðum, — og þar með
hafði hann ákveðið að ég væri berklasjúklingur.
Ég veit að nútíma fólk getur ekki ímyndað sér, hvílíkt reiðarslag
það var á þessum árum, að fá þann dóm.
Það þýddi nánast það, að vera dæmdur frá öllu samneyti við
heilbrigt fólk. — Þetta voru kannske eðlileg viðbrögð gegn þess-
um hræðilega sjúkdómi, sem hvítidauði var á þeim árum, er hann
sópaði stórum hóp af æskufólki Islands í gröfina, án þess að við
neitt yrði ráðið.
Þó var reynt að halda í þann vonarneista, að þeir sem kæmust á
heilsuhælið á Vífilsstöðum, ættu kannske einhvers bata von. — Og
loks komu þau boð frá lækninum á Hólmavík, að nú væri til reiðu
fyrir mig pláss á hælinu, og skyldi ég því fara með Esju næst er
hún sigldi suður fyrir land.
Þetta gekk samkvæmt áædun, og var ég mætt um borð í skipið,
skömmu fyrir brottför þess. Nú vissi ég ekki annað en búið væri
að panta koju fyrir mig, svo ég fór að leita að þjóninum á öðru
farrými, sem hafði með það að gera, að úthluta plássi til farþega.
— En þá kom nú heldur bobb í bátinn. — Er hann heyrði að ég
væri að fara á Vífilsstaði neitaði hann alveg að láta mig hafa koju,
og sagði með þjósti, — að það væri ekki forsvaranlegt að berkla-
sjúklingar væru að flækjast með heilbrigðu fólki, en ég gæd legið á
bekk í reyksalnum, en koja væri engin til fyrir mig.
Ég æda ekki að reyna að lýsa, þvílíkt áfall þetta var. Ég man að
ég rölti aftur á skipið og lagðist út á borðstokkinn og hágrét. Mér
fannst, að bæði guð og menn, hefðu útskúfað mér. — Eftir dálida
stund, kom til mín 2. stýrimaður. Hann spurði hvað væri að. Ég
sagði honum satt og rétt frá orðum þjónsins við mig, og nú hefði
ég ekkert pláss, sem ég mætti vera í.
104