Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 107

Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 107
Ef að þetta er satt, sem þú segir um þjóninn, þá skaltu koma með mér. — Við verðum að semja kæru á hann, — og ég skal af- henda skipstjóra hana. — Síðan tók hann mig með sér inn til sín og fékk mér skriffæri og hjálpaði mér við að semja bréfið, sem hann fór svo með. — Innan stundar kom hann svo aftur og sagði, að skipstjóri vildi tala við mig. — Auðvitað var ég skjálfandi af hræðslu — sem reyndist þó óþarfi — því Asgeir Sigurðsson var mikið prúðmenni.— Hann lét mig endurtaka það sem stóð í bréf- inu — en sagði við stýrimann, að hann ætti að fylgja mér á fyrsta farrými og segja þernunni þar, að ég ætti að fá einsmannsklefa. Auðvitað varð ég fegin, að úr þessu rættist með plássið, en það segi ég satt, að mér leið illa að hafa átt þátt í því — að þessi vesal- ingsmaður missti atvinnu sína — fyrir mínar aðgerðir, en ég frétti, að hann var látinn fara strax og skipið kom til Reykjavíkur. — Hérna gæti nú verið amen eftir efninu, — og þó. Þessi ársdvöl mín á hælinu er svo djúpt greipt í sál mína, að kannske hef ég gott af því að færa á pappírinn nokkrar svipmyndir þaðan. Eg kom á hælið að kvöldlagi. A móti mér tók gustmikil kona, sem lagði fyrir mig ótal spurningar, sem ég svaraði eftir bestu getu, að því loknu var mér fylgt þangað, sem ég átti að vera, — það reyndist vera stofa 5 á þriðju hæð. — Þetta var 8 manna stofa. Er ég virði fyrir mér íbúa hennar sé ég að fimm af þeim voru mjög ungar og fallegar stúlkur. — Aðeins tvær virtust vera mjög mikið veikar — enda dóu þær báðar fyrsta mánuðinn sem ég var þarna. Nú ætla ég að rifja upp hverjar þær voru, þessar ungu og fall- egu stiilkur, sem áttu að verða stofufélagar mínur um ófyrirsjáan- lega framtíð. — Ég ætla byrja út við gluggann hægra megin, þar átti rúmið sitt Sigríður Antonsson. Hún var Reykvíkingur alin upp af móðursystur sinni — elskulegri konu, sem alltaf kom í heim- sókn á hverri helgi, og nutum við oft góðs af rausn hennar, er hún var að færa Sirrí eitthvert góðgæti, — svo sem heitt súkkulaði og rjómapönnukökur, — Fríða var hún kölluð, og vann á bók- bandinu hjá Isafoldarprentsmiðju. I næsta rúmi var hún Inga lida dóttir Sigurjóns á Litlu Laugum í 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.