Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 108
Reykjadal, — ljóshærð og síkát og hafði alltaf á hraðbergi falleg
ljóð og stökur, enda af skáldum komin — var bróðurdóttir Guð-
mundar á Sandi.
Þar næst var autt rúm sem átti að verða mitt. — Hinumegin við
mig var svo hún Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum í Reyk-
hólasveit, — bráðskýr og skáldmælt og skemmtilega hnittin í til-
svörum. Hún hafði þau fallegustu brúnu augu, sem ég hef séð.
Seinna varð hún kennari og er löngu landskunn fyrir ýmsar rit-
smíðar sínar.
Enn eina vil ég nefna, sem líka var stofusystir. Hún heitir Sól-
veig og var dóttir Guðmundar Hjaltasonar — Hann ferðaðist um
landið á þessum árum til þess að stofna ungmannafélög í sveitun-
um. Hún er líka kennari og búsett í Hafnarfírði.
Eg og þessar tvær síðastnefndu lifum enn, — og allar komnar á
áttræðisaldurinn.
Er ég í huganum rifja upp minningar frá þessu fyrsta kvöldi,
man ég best eftir því, hvað ég varð hissa á að sjá, hvað þær voru
glaðar og hlógu dátt, þessar veiku stúlkur. — Sjálfri fannst mér, að
ég mundi aldrei brosa framar, — en gamalt máltæki segir. Venst
vesæll vosi — og það reyndist líka svo hér.
Ekki æda ég að fara lýsa daglegu lífi á Hælinu — það hafa svo
margir gert mér færari, en aðeins drepa á nokkur atvik, sem eru
mér minnisstæðust. Aldrei gat ég skilið það, hversvegna Hælið var
byggt, — svona þröskulda laust. Okkur var að vísu sagt, að það
ætti að bæta heilsuna að hafa jafnkalt inni eins og úti, — þess-
vegna mátti ekki heldur loka nokkrum gluggum — jafnvel ekki —
þó að fennti inn á rúmin, sem voru næst þeim. Hrædd er ég um,
að kuldinn hafi ekki bætt heilsu allra sjúklinganna, er þarna voru.
Hitt get ég fullyrt, að ég þoldi hann ekki betur en það — að ég
fékk svæsna lungnabólgu fljótlega eftir að ég kom þangað, — já
— svo svæsna, að mér var ekki hugað líf i margar vikur. Þess
vegna var hringt heim til mín, og manninum mínum sagt að
koma suður, ef hann vildi sjá mig lifandi. Auðvitað kom hann svo
fljótt sem ferðir leyfðu.
Hann vildi ekki sætta sig við það, að ekkert væri hægt að gera
meira til að bjarga lífi mínu. Og þá gerðist það sem jafnvel lækn-
106