Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 109
arnir á hælinu töldu vera kraftaverk — og var það líka. Ég skal nú
reyna að skýra þetta nánar. —
Einar H. Kvaran var þá form. Sálarrannsóknarfél. Islands. —
Hann var eins og allir vita mjög heitttrúaður spíritisti. Þennan vet-
ur var hjá honum ung stúlka norðan frá Öxnafelli sem hét Mar-
grét. Vitað var að þessi stúlka hafði mikla dulræna hæfileika, og
margir töldu sig hafa fengið bata fyrir hjálp frá Friðrik huldulækn-
inum, sem hún fullyrti að væri sér til aðstoðar.
Þetta var nú hálmstráið, sem maðurinn minn greip til í örvænt-
ingu sinni. Hann fór á fund þeirra Einars og Margrétar og sagði
þeim allar ástæður, og bað um þá hjálp, er þau gætu látið í té mér
til handa. — Margrét tók honum vel og sagðist skyldi senda Frið-
rik til mín, — síðan bætti hún við. Þú getur líka hjálpað til með því
að biðja guð að líkna henni.
Það er ekki á mínu valdi að útskýra það sem gerðist, en hitt var
staðreynd, að sólarhring seinna byrjaði hitinn að lækka og fyrstu
batamerkin voru sýnileg.
Þá urðu læknarnir á Hælinu svo hissa, að þeir trúðu vart sínum
eigin augum. Seinna frétti ég, að þeir hefðu áður sagt lækninum
mínum heima á Hólmavík, að þetta væri óðatæring, sem ekki væri
hægt að lækna, og mundi fara með mig á skömmum tíma.
Já, — hvað var það sem gerðist? Ég hef oft spurt sjálfa mig að
því. Mér fannst að vísu — nóttina áður en hitinn fór að lækka —
ég verða vör við hvítklædda veru, sem fór höndum um mig, það
gat líka hafa verið óráðsdraumur, — en eftir stóð sú staðreynd, að
mér hélt áfram að batna, — þótt það tæki marga mánuði að
vinna upp það sem tapaðist, við þessi miklu veikindi, já — svo
marga, að lítið vantaði á, að dvölin á Hælinu yrði allt árið.
Síðan þetta var eru nú liðin 58 ár og ennþá er ég lifandi sönnun
þess — að kraftaverk geta g/örst.
107