Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 119
liggjandi. Stærra húsið var aðeins norðar og skot út úr því vestan-
verðu, svo sem tvær álnir á hvorn veg.
Líklegast er að þetta séu rústir af beitarhúsum, en í barnaskap
mínum lék ég mér að þeirri hugmynd að þarna hafi verið lítið kot
— Stapatún. Þessi staður heitir það reyndar.
Þarna opnaðist dalurinn. Fyrst er grunnt dalhvolf, Hvappið og
fram af því Steinshvammur. Skammt sunnan við hann býlið
Helgukot og enn framar á sléttlendinu er svo Gíslakot. Já, ekki
voru nú bæjanöfnin stórmannleg. En þarna sást vel hvernig húsa-
skipanin hefur verið.
Lengra frammi í dalnum er ansi verklegur hólkollur sem nefn-
ist Arnarhóll. Þar sunnan undir honum voru einnig rústir en voru
svo mikið horínar í jörðina, að ekkert væri hægt að sjá, hvort þar
hefðu verið beitarhús eða eitt kotið enn.
Nú var riðið áfram enn um stund, en þá komið að eina bænum,
sem nokkuð hefur kveðið að, og er enda kunnur úr þjóðsögum,
en það eru Feykishólar. Þegar við komum þar, þennan ágæta dag,
var þar sóley í túni og fífill í varpa. Allt var vafið í grasi, sem hest-
arnir okkar úðuðu í sig með mikilli velþóknun. Við stukkum á
milli tóftanna, forvitnar og ákafar og reyndum að geta okkur til,
hvað þetta og þetta hefði verið. Auðséð var, að þarna hafði verið
mikil velmegun í búi, enda var þetta prestssetur dalbúa og sjálf-
sagt útsveitarinnar allrar.
Veggir voru ennþá næstum mannhæðarháir og húsakostur virt-
ist hafa verið mikill og rúmgóður. Peningshús voru víða á túninu,
sem skorið var í sundur af bæjarlæknum, sem grafið hafði sér gil
ofan að áreyrinni. Yfir lækinn var byggt brunnhús og haganlega
gengið frá vatnsbólinu. Húsið var hringmynduð kúpa, sem enn
stóð uppi, og athyglisverð að því leyd, að engin spýta var í henni.
Þetta byggingarlag hef ég ekki séð annarsstaðar, en gamla sælu-
húsið á Hellisheiði er ekki óáþekkt, þó að það sé hlaðið úr grjóti.
Við lágum þarna í sólskininu góða stund og fannst við heyra radd-
ir löngu liðinnar tíðar. Eg sagði Sólu söguna um vinnumanninn
og prestsdótturina, hvernig stúlkan, sem vakti yfir túninu, lét
hnykilinn detta ofan í gröf vinnumannsins og bjargaði þannig lífi
prestsdóttur, og aðra um son hennar og draugsa, sem varð prest-
117