Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 127
löngu komið í eyði, og sennilega ekki verið búið þar síðan um
1500 eða í kringum það.
Hvort nafnið réttara er, get ég engan dóm lagt á, ég hef aldrei
heyrt það nefnt annað en Harrastaði og læt það því halda því
nafni hér. Leifsstaðir hét býli fyrir framan fossinn, sem er í Hey-
dalsá, en fyrir heiman Horn, þar sem hægt er að segja að Heydal-
ur byrji. Það hefur verið myndarbýli. Ef gáð er vel að, má sjá fyrir
mörgum húsatóftum og túngarði. Ekki virðist hafa verið greiðfært
að slá það tún, og svo er þar mikil væta undir barðinu, sem kemur
úr dýi, sem er þar rétt fyrir ofan og framan bæjartóftirnar. Maður
getur ímyndað sér að þar hafi verið brunnur og lindin runnið þar
ofan á barðið fyrir framan, allt bendir til þess.
Þarna er lítið víðsýni, en skjólasamt hefur verið þarna og gott til
beitar. Býlið mun vera ævafornt.
Frammi á Heydal milli Grasdalsgils og Selgils var fornt sel, sem
Bárðarsel hét. Hvort sá Bárður hefur haft þar í seli, sem bjó á
Smáhömrum og getið er í vestfirskum sögum eftir Einar Guð-
mundsson, er ekki gott að segja. Þar er sagt frá Bárði, sem bjó á
Smáhömrum og átti ágætan hest, sem Jón á Heydalsá vildi fá hjá
Bárði, en hann vildi með engu móti láta. Þá átti Jón að hafa sagt,
að það væri ekki víst að hann hefði mikil not af hestinum. Svo
skeður það, að hesturinn fannst dauður fyrir ofan Geitafell. Stuttu
seinna týnast kvíær Jóns á Heydalsá og finnast hvergi, hvar sem
leitað var, fyrr en um leitir þá finnast þær fyrir ofan Geitafell og
eru þá að enda við að naga síðustu kjöttægjurnar af hesti Bárðar
og voru þá orðnar svo horaðar og af sér gengnar að þær voru til
einskis nýtar.
Þannig borgaði Bárður Jóni hestdauðann, sem hann taldi sig
vita að var Jóni að kenna.
Svona er nú þjóðsagan og trúi þeir sem vilja.
Það er að sjá eftir þessu, að þeir hafi kunnað nokkuð fyrir sér,
svona þegar þeir vildu það við hafa.
Heydalsársel var framan til við Selgil; þar er ekki ólíklegt að
hafi verið höfð beitarhús eftir húsatóftum að dæma, en selkofinn
er nær gilinu og furðu greinilegar þær tóftir og auðsýnilega mikið
125