Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 128
yngri. Þar var haft í seli þegar Sakarías Jóhannsson bjó á Hey-
dalsá, og þá var Ragnheiður Einarsdóttir kona hans venjulega sel-
ráðskona og þar átti hún síðasta barnið, Sakarías. Þá var sent til
Guðbjargar Bjarnadóttur, sem þá bjó á Smáhömrum, hún var
yfirsetukona eða nærfærin við konur, eins og það var kallað. Mað-
ur Guðbjargar var Guðmundur Sigmundsson. Þegar hún og
sendimaður komu fram á eyrarnar nálægt Bárðarseli, þá slitnaði
söðulgjörðin, en gamla konan lét það ekki á sig fá, gaf sér ekki
tíma til að laga þetta, og gat setið svo vel í söðlinum, að ekki snar-
aðist af, enda stutt eftir. Hún náði nógu snemma til að taka á móti
barninu, og allt fór vel.
Rétt framan til við Selgil, en hinum megin við ána, er gil sem
Þvergil heitir. Þar framan til við gilið hefur verið býli, sem Gil-
þröm hét. Þar sést fyrir tóftabrotum, það mun vera fornt býli og
löngu komið í eyði. I fornu jarðatali eru býlin Leifsstaðir og Gil-
þröm talin til Kirkjubóls og getur það verið síðan kirkjan var á
Kirkjubóli og þetta hafi verið kirkjujarðir.
Uppi undir Hvalvíkurbotnum er örnefni, sem Selbunga heitir,
þar var til forna sel frá Kirkjubóli.
Fyrir innan Kirkjuból var býli, sem hét Skeiðhús, þar sem
grundirnar byrja innundir Miðdalsána. Þar sést votta fyrir húsa-
tóftum og mikill túngarður hefur verið í kring um þetta býli. Þar
mun ekki hafa verið búið síðan um árið 1500.
Gestsstaðasel frammi í Miðdal var á móts við Tind, Gestsstaða-
megin við ána. Þar var síðast búið 1896, síðan hefur það verið í
eyði. Veitukot er í Tindslandi rétt við landamerki Tinds og Mið-
dalsgrafar. Þar var síðast búið 1706. Naustavík var býli í Heiðarbæj-
arlandi, úti við sjó, yst við Húsavíkina. Þar byggði Grafar-Jón
gamli eins og hann var oft kallaður, því hann átti son, sem Jón hét.
hét.
Grafar-Jón gamli var sonur Jóns Þórðarsonar á Kirkjubóli.
Hann bjó í Miðdalsgröf 1827—1855. Þegar hann hætti búskap hef-
ur hann fengið að byggja í Naustavíkinni í Heiðarbæjarlandi, því
Björn Finnbogason í Heiðarbæ átti Þórunni dóttur Jóns í Gröf.
Gamli maðurinn var gefinn fyrir sjó og hefur þótt skemmtilegt að
vera þarna, þegar búskaparáhyggjunum var af létt.
126