Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 129
Við hann kvað Jónsállinn vera kenndur, sem liggur fram
grunnið fram af Heiðarbæjarlandi. Eg veit ekki til að aðrir hafi
búið í Naustavík eftir Jón en Jakob Richter og svo eftir hann Þor-
steinn Eyjólfsson og Guðlaug, foreldrar Jóns Þorsteinssonar, sem
seinna bjó á Gestsstöðum. Jakob Richter flutti til ísafjarðar stuttu
eftir Í880. Ekki veit ég, hvenær Þorsteinn og Guðlaug fluttu úr
Naustavíkinni, sennilega fyrir 1890 eða eitthvað þar um bil en síð-
an hefur ekki verið búið þar.
I bókinni „Strandamenn“ eftir séra Jón Guðnason er ekki getið
um nema eina Naustavík í þessari sveit, sem ekki er heldur von,
því þær hafa ekki verið byggðar samtímis, og sá mæti heiðursmað-
ur vissi ekki annað en það væri Naustavík á Heycfalsá, sem átt væri
við. Eg og foreldrar mínir fluttum í Naustavík á Heydalsá vorið
1922. í „Strandamenn" er sagt 1923, það er ekki rétt, en það breyt-
ir svo sem engu. Hér átti engin heimili fyrr en við fórum að vera
hér, fyrstu manneskjurnar, sem hafa átt hér lögheimili.
Framarlega í Húsavíkurlandi var sel til forna, þar sem heitir Sel-
bekkur. Það var byggt eftir 1930 og féll svo aftur úr byggð stuttu
seinna, enda einn maður, sem þar bjó. í Tröllatungulandi eru
nokkur eyðibýli. Gunnusel heyrði ég nefnt, þegar ég var í Tungu,
það var langt nokkuð niður með ánni, mjög ólöggt og vallgróið.
Býlið Efraból er fyrir framan Tungutúnið. Ég heyrði það aldrei
nefnt annað en „Kotið“, þegar ég var í Tungu, en svo sá ég það í
bókinni „Strandamenn" eftir Jón Guðnason, að það hefur heitið
Efraból. Svona týnast stundum nöfnin. Þar mun hafa verið síðast
búið um 1785. Tungusel var á Tunguselseyrum, sem voru heiman-
til við Hlíðarsel, norðantil við ána.
Hlíðarsel hét býli, heimarlega á Tungudal, ekki er ósennilegt að
það sé ævafornt býli, og hafi þá heitið Hlíð. Það er sagt í
„Strandamenn“ sr. Jóns Guðnasonar að Þorleifur Eyjólfsson hafi
byggt þar nýbýli 1846, og er að sjá, að ekki haft verið búið þar fyrr.
En það hefur sennilega verið í eyði í langan tíma, því þar hefur
ábyggilega verið búið áður, því að þegar minnst er á Stóra-Fjarð-
arhorn í bókinni „Strandamenn“ þá er getið þar um bónda,
Magnús Oddsson, sem var sonur Odds Jónssonar (fæddur 1693) í
127