Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 130
Hlíðarseli í Tungusveit, og þá sér maður það að þá, og óefað
löngu fyrr, hefur verið búið í Hlíðarseli.
Hlíðarsel fór í eyði 1895.
Kerasteinn hét býli framarlega á Tungudal. Þess er getið í sögn-
um, að þar hafi búið maður að nafni Eiríkur Keralín. Sá átti að
hafa verið eitthvað skrýtinn, og ekki að alþýðuskapi. Eitt var það,
að hann átti að hafa borið út börnin sín.
Eitt sinn átti að hafa komið þar gestur, og þá heyrir hann barns-
grát, og heyrir að Eiríkur segir: „Einhver verður að sinna barninu
fyrst það var látið lifa.“ Svona er þjóðsagan um þennan mann,
sem ekki var að alþýðuskapi. Mér finnst sagan alveg eins hafa get-
að verið hinsegin, að þau hafi ekki átt fullburða börn, og af því að
fólki hefur ekki geðjast að þessum manni, að þá hefur verið haldið
að hann hafi borið út börn sín. En svo þegar þetta barn fæddist
heilbrigðara en hin, svo það lifði hjá þeim, þá hafi hann viljað láta
sinna því vel, fyrst forsjónin lét það lifa.
I Arnkötludalnum eru tvö forn eyðibýli, svo forn að varla sér
móta fyrir þeim. Þau eru á milli bæjanna Arnkötludals og Vonar-
holts, sín hvors vegar við ána. Þau hétu Kaldrani og Gautastaðir,
það síðarnefnda norðan til við ána. Um annað þessara býla er
þess getið að fólkið allt hafi dáið, vegna þess að það hafi átt að éta
öfugugga, sem veiðst hafi í Gedduvatni, sem er þar norðvestur á
fjöllunum.
Mig langar til að minnast hér á eitt býlið enn, þó það sé ekki í
Tungusveit, það er Hrófársel. Það er svo sem mjög líklegt, að þar
hafi verið haft í seli frá Hrófá, en þó er ég viss um að það er æva-
gamalt býli. Það má sjá það á túngarðinum, sem hefur verið þar, í
kringum bæ og peningshús, að þar hefur verið myndarbýli fyrir
óra löngu og ég veit ekki til, að það hafi verið nokkurn tíma tún-
garður í kringum sel, og það tæpast þó hefði verið þar beitarhús,
sem vel gat verið einhverntíma, sem oft var venja til forna.
Það heitir Skógarlandshlíð í Hrófárlandi. Gat nú ekki verið
þarna ævafornt býli, sem hét SkógarlandP Hver veit? Og hlíðin
verið kennd við bæinn, margt er ólíklegra en það. Annars er að
sjá, að bæjarnöfn geta stundum gleymst fljótt, þegar búið er að
koma á þau Kot- eða Selnafni.
128