Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 133

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 133
og virt fyrir sér óendanleik hafsins, með alla sína duttlunga, feg- urð og ofsa. Og hann rifjar upp fyrir sér síðasta róðurinn á gömlu trillunni. Það var komið fram í seinnihluta nóvembermánaðar. Haustið hafði verið risjótt, eilífur stormbeljandi og ekki gefið á sjó. Það er niðamyrkur, hann losar svefninn. Allt er svo undarlega hljótt. Hann glaðvaknar og hlustar. Það heyrist ekki lengur í vind- inum sem hafði gnauðað svo lengi án afláts við gluggann. Hann heyrir aðeins lítilsháttar brimhljóð í fjarska. Sennilega utan frá skerjum. Konan og börnin sofa vært. Hann liggur nokkra stund vakandi, en heyrir þá að útihurðin er opnuð. Og svo heyrist létt fótatak í stiganum. Hann þekkir þetta fótatak, hefur svo oft heyrt það áður. Og það er alltaf jafn létt, þó sá sem það eigi sé kominn vel á sjötugs aldurinn. Faðir hans er hér á ferð. Hann opnar dyrn- ar varlega og talar í hálfum hljóðum, vill ekki vekja börnin. Ég held það sé komið sjóveður, segir hann, ágætis sjóveður, bætir hann svo við. Svo leggur hann aftur hurðina og er farinn. Hann ýtir við konunni til að láta hana vita, hvað til standi, en hún muldrar eitthvað og færir sig nær honum en áttar sig svo á, að hún hefur misskilið hann, og fer að tína á sig fötin. Hann gengur yfir í herbergi drengjanna og vekur þann eldri, sem glaðvaknar þegar hann veit hvað til stendur. Það er stjörnu- bjartur himinn. Máninn er hátt á vesturhimni, og slær fölum bjarma þvert á fjörðinn. Það er vestan andvari og froststirningur á jörðu. Fjöllin eru hvít í kollana, en neðar dökk og dularfull, kannski er í þeim hrollur. Skýjaflod kemur siglandi úr suðri, en fer sér hægt. Utan frá skerjum berst brimhljóð, með sogum og svarri, eins og hafið sé að ljúka við næturhljómkviðuna. Hann gengur austur fyrir húshornið og léttir á sér. Það er ekki um að villast það lítur út fyrir gott sjóveður. Niður við lendinguna stend- ur gamla trillan. Ekki hafði verið reiknað með, að farið yrði á sjó á henni úr þessu. Verið var að smíða nýja trillu, og átti að taka vél ina úr þeirri gömlu, því sú vél var ný, og senda hana suður þar sem nýi báturinn var í smíðum. Reyndar átti að vera búið að senda vélina, en það hafði dregist. Svo enn lá það fyrir þeirri gömlu að fara einn róður. En það yrði líka sá síðasti. í undanfar- andi hafátt, hafði brimið hrúgað upp miklum þara í lendinguna, 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.