Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 134
og gekk illa að koma trillunni út yfir hann. Þegar á flot var komið,
reyndist vera töluverður leki á nokkrum borðum sem höfðu gisn-
að. En með því að smyrja hreppstjórafeiti í rifumar tókst að
minnka lekann. Það er varla orðið hálfbjart þegar siglt er út sund-
in. Skerin eru þungbúin í rökkrinu, kannski ekki vel vöknuð. Það
brýtur á Flatskellu, og Skuggi er á sínum stað. Þegar út úr sundun-
um kemur og ekki er lengur skjól af skerjunum, er nokkur undir-
alda, og ber stundum við miðjar hlíðar. Utlínur fjallanna koma vel
fram í birtingunni. Dimman situr enn í dölum og lautum eins og
hún hopi þangað fyrst og ætli sér að verjast þaðan dagsbirtunni.
Út á miðið, sem Pollur nefnist, og þeir höfðu löngum róið á, var
um kiukkutíma sigling. A leiðinni er dittað að færum. Faðir hans
skefur hneifarnar með hníf, og tekur síðan brýni og hvessir á
þeim oddana, og raðar þeim svo á borðstokkinn. Svo er allt til-
búið. Hann hægir á vélinni nokkru áður en út á miðið er komið.
Reynslan hefur kennt honum, að þar megi ekki mikiu muna til
eða ffá. Skerið verður að bera í réttan stað, og fjallseggin í réttan
hnjúk. Þegar þessu er náð er vélin stöðvuð og færum rennt. Dýpið
er um fjörtíu faðmar.
En sá guli er ekkert upprifinn, og lætur á sér standa. Þá er að
reyna að kippa eitthvað, en það má ekki vera langt, því fiskur stóð
oft giöggt hér. Hann minnist þess er hann var drengur að alast
upp, þá fékk hann oft að fara á sjó með manni, sem var orðinn
nokkuð roskinn. Þessi ágæti gamli maður og að sumu leyti sér-
kennilegi maður, vildi helst alltaf hafa hann með sér þegar á sjó
var farið. Og lét hann alltaf eiga það sem hann dró, og tók aldrei
af honum bátshlut. Hann er gamla manninum alltaf þakklátur fyr-
ir. Gamli maðurinn var lunkinn að finna fisk. En vildi ekki fara
annað en hingað í Pollinn. Yrði ekki vart fyrst þegar rennt var,
mátti ekki setja vél í gang aftur, heldur lagði hann út árar og réri
trillunni smáspotta í einu og lét renna af og tik Þetta var hans að-
ferð við að finna fisk og hún brást sjaldan. Ef hann fann ekki fisk í
Pollinum, þá mátti ekki fara lengra, hann hafði enga trú á að fisk
væri annars staðar að finna. Eitt sinn voru þeir hér í Pollinum og
höfðu ekki orðið varir við fisk, og voru þó búnir að róa fram og
aftur. Syni gamla mannsins leiddist þetta og setti vélina í gang og
132