Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 135

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 135
tók stefnuna til hafs. Gamli maðurinn varð ókvæða við og vildi að snúið yrði við undireins. En því var ekki sinnt. Þyrmdi þá yfir hann og var þá hinn aumasti ásýndum. Það heíur líklega verið siglt í tíu mínútur og alltaf versnar heilsan. Þá var rennt og er þá strax nóg- ur fiskur. Með mestu ólund rennir gamli maðurinn færi sínu í sjó, en hann er ekki búinn að draga marga fiska þegar öll veikindi eru á bak og burt. Þeir fiskuðu oft vel hér í Pollinum. Eitt sinn, þegar hann hefur líklega verið tíu til ellefu ára, fiskuðu þeir svo mikið, að báturinn var drekkhlaðinn þegar þeir komu að landi. En þá var hann svo þreyttur að hann gat ekki sofnað, og var veikur um nótt- ina og daginn eftir. En þá voru ekki komnar handfærarúllur til sögunnar, heldur dregið á höndum. En nú verða þeir ekki varir. Þeir hafa upp færin, og kippa nokkrar bátslengdir, og renna aftur. Það kemur nú kannski ekki á óvart þó ekki verði vart, því fiskur er oftast farinn af grunnslóð um þetta leyti. En þegar vonin um að fá fisk er í þann veginn að gefa upp öndina, tekur drengurinn við sér. Það er eitthvað á segir hann, og fer að hafa færið upp. A því er spriklandi smáþorskur. Mjór er mikils vísir, segir faðir hans spámannlega, en hefur varla sleppt orðinu, þegar rykkt er allfast í færið hjá honum. Það er ekki um að villast, það er komið vel á. Gamli maðurinn segist vera með smásíli, en ætli nú samt að draga upp. En þegar upp er kom- ið, er hann með fullt færi. Nú er allt í einu kominn óður fiskur undir, og stendur bara á höndum að hafa við. Og fuglinn lætur ekki á sér standa og er strax kominn þegar hann verður þess vís- ari hvað um er að vera. Múkkinn gerist ófeiminn, og syndir alveg upp að borðinu þegar honum er sýnd lifur. Og einn er illa á verði þegar drengurinn teygir sig út fyrir og grípur hann og setur hann inn í bát. Þá er honum öllum lokið og tekur til við að æla og veltist um í bátnum og verður allur hinn ótútlegasti. Þegar honum er sleppt í sjóinn aftur bregðast félagar hans hinir verstu við, og ráð- ast á hann og reka í burtu, og hafa hina mestu skömm á honum. Þetta fiskirí stendur vel fram yfir hádegi, en dregur nokkuð úr er líða tekur á daginn. Veðrið er enn stillt, en inn í flóanum má sjá kæluband, eins og hann sé að leggja ofan sunnan eða suðvestan. Yfir fjöllin koma nokkur dökk ský og fara greitt. Enn dregur úr 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.