Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 147
ars mun Vaka hafa byrjað á vallargerð á Skeiðinu. Aðrir héldu því
verki áfram seinna.
Leikstarfsemi var á dagskrá allra félaga meira eða minna. Ekki
var það þó vegna leiklistarinnar sjálfrar, heldur mátti það heita
eina leið félaganna til fjáröflunar að setja upp leikrit og selja að-
gang. Vaka sýndi nokkur. Lítið er nú hægt að segja um hver þau
voru. Þó finnast nöfnin Landabrugg og ást, sýnt 7/1.1935, Saklausi
svallarinn 1937, og tvær skemmtanir voru haldnar í mars 1936.
Agiskun er, að þá hafi Vaka sýnt Jeppa á Fjalli, en um það leyti
léku stjórnarmenn Vöku þeir Ormur, Hjálmar og Friðjón aðal-
hlutverkin í nefndu leikriti. Um líkt leyti málaði Finnur Magnús-
son 4 leiktjöld, laufguð skógartré. Trúlegt er, að hann hafi gert
þau fyrir Vöku, því til stuðnings má nefna, að í árslok 1939 telur
félagið sér leiktjöld til eignar. Þessi leiktjöld Finns voru eftir þetta
notuð við hverja leiksýningu á Hólmavík í áratugi, enda þau einu,
sem nothæf voru.
Alla ævi Vöku voru miklir krepputímar. Fyrst í stað virðist fé-
lagsmönnum ekki hafa sýnst í sínum verkahring að skipta sér af
atvinnumálum, og það er ekki fyrr en 16. febrúar 1936, að Pétur
Bergsveinsson ræðir um atvinnuleysið í þorpinu og spyr, hvort
Vaka vilji beita sér fyrir að gera út bát til úrbóta.
I desember sama ár spyr Jens Aðalsteinsson hins sama. Þá var
kosin nefnd til að taka málið til alvarlegrar athugunar og skili hún
áliti eins fljótt og hægt er. í nefndina voru kosnir: Ormur Samúels-
son, 17 atkv., Friðjón Sigurðsson 16, Karl G. Magnússon 14, Guðjón
Jónsson 13 og Hjálmar Halldórsson 11.
Þann 7. febrúar 1937 skýrir nefndin frá störfum sínum. Friðjón
las bréf frá Gísla Johnsen, konsúl í Vestmannaeyjum og fleirum,
þar sem ýmsir bátar voru boðnir. Upplýsingar um rekstrarafkomu
og rekstrartilhögun samvinnubátanna ísfirsku lágu einnig fyrir
fundinum. Vaka beindi nú þeim tilmælum til verkalýðsfélagsins að
ræða þetta mál og gera samþykktir, sem síðan yrðu lagðar fyrir al-
mennan fund á Hólmavík. Þessi fundahöld leiddu skömmu seinna
til stofnunar Samvinnufélags Hólmavíkur og kaupa þess á vélbát-
unum Gulltoppi 1937 og Gloríu árið eftir.
145