Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 12
bæ 13. september, 26 manns kepptu. Stjórnendur voru Karl
Loftsson og Sigvaldi Ingimundarson.
Sumarferð félagsins var farin helgina 16. og 17. ágúst og vor-
um við 28 sem fórum í þessa ferð. Akveðið var að fara á Snæfells-
nes. Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10:00. Haft var
samband við Skúla Alexandersson og hann fenginn sem leið-
sögumaður. Hann sá líka um að útvega okkur gistingu og mat
sem ekki brást. Skúli ákvað að koma á móti okkur í rútuna við
afleggjarann yfir Fróðárheiði, en við héldum svo áfram fyrir
Snæfellsjökul og er það ótrúlegt hvað þar er margt að sjá, alls-
konar faldir fossar og hellar inni í fjöllum, sem Skúli sýndi okk-
ur og fræddi um sögu þessara staða. Síðan var haldið til Hellis-
sands, að gistihúsinu Gimli, þar sem við fengum herbergi og þar
gat fólk haft fataskipti og slappað aðeins af.
Að því búnu beið okkar hlaðborð í félagsheimilinu sem kon-
ur á staðnum sáu um, og síðan máttum við vera þar eins lengi
og við vildum og var sungið og dansað eitthvað frameftir. Um
morguninn þegar við komum fram, beið okkar þetta fína hlað-
borð, sem þau hjónin Skúli og Hrefna sáu um.
Þegar allir voru mettir var haldið af stað. Sjóminjasafnið á
Hellissandi var skoðað og teknar margar myndir. Síðan var ekið
sem leið liggur inn að Rifi og hélt Skúli áfram að fræða okkur
um staðhætti. Síðan var Skúli kvaddur og honum þakkaðar frá-
bærar móttökur og leiðsögn.
Við héldum svo áfram í gegnum Olafsvík, ákváðum að stoppa
þar ekki, en aka þess í stað í Bjarnarhöfn til hans Hildibrandar
og ekki vantaði það, hann tók á móti okkur með hákarli og
harðfiski. Síðan bauð hann okkur í litlu kirkjuna sem er þarna
og var mjög sérstakt að koma þar inn. Hann sagði okkur frá til-
komu kirkjunnar og sögu hennar. Að lokurn keyptu flestir sér
hákarl og harðfisk og fóru ánægðir þaðan.
Afram var svo haldið og komið við í Stykkishólmi og var þar
heilmikið um að vera, því að þar voru haldnir danskir dagar. Við
fengum okkur að borða og gengum aðeins um staðinn, en síð-
an var haldið áfram og þá var stefnan tekin heim á leið. Akveð-
10